Andvari - 01.01.1998, Síða 23
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
21
^ni Stefanía Gissurar-
dóttir og séra Sigurður
Pálsson.
þau sextán börn. Tíu ára gömul var hún sett í fóstur hjá sr. Ólafi
Sæmundssyni (1865-1936) í Hraungerði og þegar eiginkona hans lést
tók Stefanía við rekstri heimilisins og komu þá vel í ljós hinir miklu
°g rómuðu húsmóðurhæfileikar hennar. Árið 1934 giftist hún síðan
eftirmanni sr. Ólafs í Hraungerði, sr. Sigurði Pálssyni. Pau hjónin
eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Páll, járnsmiður, f.
1934, Ólafur, fréttamaður, f. 1936, Ingibjörg, húsmóðir, f. 1940. Ing-
veldur, þroskaþjálfi, f. 1942, Sigurður, vígslubiskup, f. 1944, Gissur,
fréttamaður, f. 1947 og Agatha Sesselja, ljósmóðir, f. 1953.
Stefanía hlaut trúarlegt uppeldi og eignaðist snemma djúpa og ein-
l$ga trú. Sr. Sigurður, sonur hennar, segir mér að móðir hans hafi
lagt til hinn „píetiska“ þátt í trúaruppeldi þeirra systkinanna. Hún
hafi notað talsvert orðalag, eins og „lifandi trú“ og að „frelsast“ auk