Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 30

Andvari - 01.01.1998, Side 30
28 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON ANDVARI í grein sinni um Meulenberg talar Siguður um hann sem vin sinn og velgjörðamann. Sömuleiðis hafa þau kynni sem hann varð fyrir af kaþólskri litúrgíu orðið til þess að hann talar um „hið stórfenglega helgihald sem kaþólska kirkjan býr yfir.“ Ljóst er að Meulenberg hefur haft margvísleg áhrif á hinn fróðleiksþyrsta unga trúnema. Mér sýnist flest benda til þess að þessi áhrif hafi einkum orðið á afstöðu sr. Sigurðar til messunnar. Það fer ekkert á milli mála í grein sr. Sig- urðar að hann hefur hrifist mjög af hinu kaþólska helgihaldi. í því átti Meulenberg stóran þátt með fræðslu sinni. Hann gaf Sigurði stóra og fallega messubók sem notuð hafði verið í Landakotskirkju í hálfa öld. Varð bók þessi sr. Sigurði síðar hvort tveggja í senn „fögur minning um mætan mann og gagnleg mjög við messugrúsk mitt,“ eins og hann orðar það.23 Mér sýnist líka sem Meulenberg hafi haft mótandi áhrif á kirkjuskilning sr. Sigurðar og mun ég koma að því í sérstökum kafla um það efni hér að aftan. í niðurlagi greinar sinnar getur sr. Sigurður þess að þrátt fyrir hin löngu og góðu kynni hans og Meulenbergs þá hafi Meulenberg aldrei ýjað að því að hann gerðist kaþólskur. „Það hefur mér verið undrun- arefni,“ skrifar hann.24 Það má hins vegar ljóst vera að Meulenberg hefur átt stærstan þátt í því jákvæða viðhorfi sem sr. Siguður öðlaðist í garð hinnar kaþólsku kirkju. Á námsárum Sigurðar höfðu hann og Sigurbjörn Á. Gíslason (1876- 1969) ágætt samband. Sigurbjörn var þá einkum kunnur fyrir starf sitt að heimatrúboði og baráttu gegn nýguðfræðinni. Sigurður hafði kynnst Sigurbirni mjög snemma. Til er póstkort frá Sigurbirni til Sig- urðar þegar frá Danmerkurárum hans. Lét Sigurbjörn sér ekki síst annt um Sigurð á menntaskólaárum hans, hafði hvetjandi og uppörv- andi áhrif á hann. Síðan héldu þeir alltaf sambandi og var Sigurbjörn fram eftir öllum árum að senda Sigurði smárit. Góð vinátta hafði og tekist með Stefaníu og Guðrúnu Lárusdóttur og höfðu Guðrún og Sigurbjörn komið í heimsókn í Hraungerði í hinni afdrifaríku ferð þeirra þegar Guðrún og dætur hennar tvær drukknuðu í Tungufljóti í Biskupstungum 20. ágúst 1938 en Sigurbjörn og bflstjóri þeirra björg- uðust þegar bfllinn rann niður 13 metra brekka og niður í fljótið. Mun ekki ofmælt að slys þetta hafi valdið þjóðarsorg. Sr. Sigurður Pálsson var meðal þeirra sem töluðu við hina geysifjölmennu útför sem gerð var frá Dómkirkjunni viku eftir slysið. í ræðu sinni sagði sr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.