Andvari - 01.01.1998, Side 31
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
29
Sigurður frá því að Sigurbjörn, Guðrún og dætur þeirra tvær hefðu
degi fyrir slysið heimsótt hann í Hraungerði. Höfðu þær þá allar ver-
glaðar í bragði og fullar af lífsþrótti. Hann hafði gengið með þeim
1 kirkju. Hafði Guðrún þá gripið í orgelið og beðið dætur sínar að
syngja. Valdi hún útfararsálminn: „Á hendur fel þú honum,“ og síð-
an sálminn: „Lofið vorn Drottin, hinn líknsama föður á hæðum.“ Sr.
Sigurður sagði að sér hefði flogið í hug að það væri einkennilegt að
velja útfararsálm til söngs á ferðalagi. Lýsti hann síðan hinum tákn-
raena atburði er mæðgurnar, sólarhring fyrir andlát sitt, sungu að
kalla sinn eigin útfararsálm. Að ræðu hans lokinni var sunginn sálm-
Ufinn: „Á hendur fel þú honum.“ í upphafi tóku menn undir í kirkj-
unni hér og þar, en brátt almennt, er viðstaddir fundu betur og betur
tengslin við atburðinn í Hraungerði átta dögum áður.2i
Aðrir samherjar og áhrifavaldar
Listinn yfir áhrifavalda og samherja í lífi sr. Sigurðar Pálssonar yrði
seint tæmdur. Hér skulu þó nefnd nokkur nöfn til viðbótar þeim sem
áður voru nefnd. Kristján Jóhann, hálfbróðir sr. Sigurðar, reyndist
honum afskaplega vel á námsárunum og var ætíð náin vinátta með
Þeim bræðrum. Kristján Jóhann hélt áfram að styðja við bakið á
bróður sínum, kostaði meðal annars að verulegu leyti útgáfu Messu-
bókar hans árið 1961.
Sr. Sigmar Torfason (1918-1997) var einnig meðútgefandi að þeirri
bók, en alla tíð var náin vinátta með honum og sr. Sigurði. Þar átti sr.
Sjgurður áhugasaman stuðningsmann í baráttunni fyrir endurnýjun
hinnar sígildu messu, en á því sviði var sr. Sigmar mjög vel að sér.
Hann þjónaði alla sína prestskapartíð á sama stað, Skeggjastöðum.
Pjarlægðin gerði það að verkum að þeir sr. Sigurður og sr. Sigmar
gatu ekki hist eins oft og ella hefði verið, en það er til marks um vin-
attu þeirra að sr. Sigurður hlustaði alltaf eftir því í veðurfréttum
bvernig viðraði á Skeggjastöðum.
f*egar sr. Arngrímur Jónsson var orðinn prestur í Odda náðu hann
°g sr. Sigurður saman um áhugann á helgisiðafræðunum. Var það sr.
Sigurði mikils virði að eignast þarna ungan nágranna sem deildi
ahuga hans á endurnýjun hinnar sígildu messu, og unnu þeir talsvert