Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 35
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
33
landi, en hún hefur rutt sér til rúms í öllum deildum hinnar almennu
kirkju á þessari öld.29
Hin litúrgíska hreyfing leggur áherslu á litúrgískar rannsóknir og
leitast við að kynna söfnuðunum niðurstöður þeirra til að þeir öðlist
dýpri skilning á eðli allrar guðsþjónustu. Hreyfingin vill endurvekja
hina sígildu messu og tíðagjörð vesturkirkjunnar með gregoríönsku
tónlagi. I hinni sígildu messu er altarissakramentið þungamiðjan.
Messa sem sr. Sigurður flutti í Bessastaðakirkju 1. sunnudag í að-
ventu 1960 er táknræn fyrir þau þáttaskil sem voru að eiga sér stað á
þessum árum í litúrgíu kirkjunnar og til marks um að hin litúrgíska
hreyfing var tekin að festa rætur hér á landi. Sr. Heimir Steinsson
hefur lýst þeim áhrifum sem hann varð fyrir í þeirri messu:
„Maður nokkur ungur sótti fyrrgreinda guðsþjónustu. Fremur
kom hann þar af forvitni og rælni en einlægum ásetningi. í messulok
höfðu þó orðið umskipti í lífi hans: Kirkjan hafði kastað á hann
kveðju með þeim hætti sem aldrei fyrr. Óhögguð kirkjan og ævaforn
~ en ólgandi af lífi.“30
Fleiri hafa orðið til að tjá sig um þessa guðsþjónustu. Meðal þeirra
fyrstu sem það gerðu var Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráð-
herra. Skrifaði hann um þennan atburð í Reykjavíkurbréf Morgun-
hlaðsins og fór viðurkenningarorðum um messuna. Raunar var það
sjálfur forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, sem hafði boðið sr. Sigurði
að syngja þessa messu í Bessastaðakirkju og fékk sr. Sigurður þá sr.
^rngrím Jónsson, prest í Odda, og sr. Guðmund Óla Ólafsson, prest
1 Skálholti, ásamt kirkjukór Selfosskirkju til að flytja messuna með
sér. Er því óhætt að segja að sr. Sigurður og aðrir áhugamenn um
endurnýjun messunnar hafi fengið hvatningu og uppörvun til þess
frá mönnum úr æðstu stöðum þjóðfélagsins, og raunar voru undir-
tektirnar yfirleitt jákvæðar.
. Sjálfur sagði sr. Sigurður þetta um viðbrögðin: „Messunni var tek-
'ð með alveg ótrúlegum fögnuði. Og reynslan er sú, að því meir sem
§engið er til móts við þátttöku safnaðarins, því glaðara er fólk yfir
messunni.“31
^khuga sinn á því að endurvekja hina sígildu messu eða „grallara-
messuna“ skýrði sr. Sigurður með því að honum hafi snemma orðið
Jóst að kirkjusókn stæði ekki í réttu hlutfalli við trú fólksins og megin-
orsökina taldi hann vera þá að stöðnun væri komin yfir messu ís-
ensku kirkjunnar. Messan verkaði ekki sem tilbeiðsluathöfn heldur