Andvari - 01.01.1998, Page 41
ANDVARI
SIGURÐUR PÁLSSON
39
að víða í fornum ritum sé Skálholtsstaður nefndur hinn dýrðlegasti
staður á landi hér, og hann bætir því við að engum vafa sé undirorp-
Jð að það sé réttnefni. Síðan rekur hann sögu staðarins frá því að Is-
leifur Gissurarson vígðist til biskups yfir íslandi á hvítasunnudag
1056. Minnir sr. Sigurður á þau orð Gissurar biskups ísleifssonar að í
Skálholti „skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan Island er byggt og
kristni má haldast.“ Vegur Skálholts hafi síðan stöðugt farið vaxandi
1 500 ár, en með siðaskiptunum hafi hnignun hans byrjað „og það var
ekki vegna þess, að hann hefði misst gildi sitt í augum þjóðarinnar,
heldur vegna hins stórkostlega fjár- og valdaráns, sem hið danska
konungsvald framdi.“
Gegn hinni fornu frægð Skálholts teflir sr. Sigurður síðan fram
ruyndinni af því hversu illa sé nú komið fyrir staðnum, þannig að
hver íslendingur hljóti að blygðast sín fyrir að láta erlenda menn sjá
þennan helga stað. „Þó að mörgu sé áfátt í menningu vorri, er hún
naumast í nokkurri grein svo fyrirverðanleg sem í meðferð vorri á
þessum helgasta stað þjóðarinnar. Úr þessu verður að bæta og sýna
þessum tigna stað hvern þann sóma, sem sögu hans hæfir,“ skrifar sr.
Sigurður.
Spurninguna um hvað gera skuli við Skálholt ræðir sr. Siguður síð-
an í allítarlegu máli. Hann hafnar hugmyndum sem fram hafi komið
nm að reisa þar búnaðarskóla eða flytja Menntaskólann í Reykjavík
þangað. „Sá sem til Skálholts kemur, vill sjá þar heilaga kirkju og
sérhvað það annað, sem minnir á hina miklu menn, er þar sátu, og
þá andlegu menningu, sem um þá skapaðist.“ Hann leggur áherslu á
að biskupinn eigi að flytjast í Skálholt. Hann telur augljóst að af því
hljóti að leiða að um biskupinn muni rísa stofnanir eins og til forna.
Til dæmis ætti þar að vera prestaskóli, sem veitti hina eiginlegu prests-
ntenntun, þegar guðfræðinámi við háskóla sé lokið. Kirkjuna vanhagi
stórlega um slíka stofnun. Einnig nefnir hann heimili fyrir presta sem
látið hafa af störfum fyrir aldurs sakir. Loks bendir hann á að þarna
þyrfti að vera stofnun, sem tæki við gestum er stöðugt hlytu að heim-
sækja þennan stað. Ekki vill þó sr. Sigurður flana að neinu og segir
að áður en nokkrar byggingaframkvæmdir geti hafist verði að kort-
e§&ja landið mjög nákvæmlega og að framkvæma nákvæmar forn-
eifarannsóknir. Að því loknu megi hefjast handa við að reisa dóm-
Klrkju sem boðleg sé fyrir þá forngripi sem Skálholtskirkju heyri til.
f*á gerir hann að umtalsefni hvernig hrinda megi þessari viðreisn