Andvari - 01.01.1998, Page 47
ANDVARI
SIGURÐUR PÁLSSON
45
prédikarinn túlkar Ritningarnar, upplýstur af Heilögum Anda, verð-
ur Ritningin ekki einungis vitnisburður um það verk Guðs, sem hún
greinir frá að gerzt hafi, heldur verður hún boðskapur um það hjálp-
ræði Guðs, sem er að verki í samtíð prédikarans og áheyrenda hans,
þ- e. á stundinni sem er að líða. Þannig er prédikunin lifandi orð
Guðs, í nútíðinni.“54
Kirkjuskilningur sr. Sigurðar
Því hefur verið haldið fram um sr. Sigurð Pálsson að hann hafi séð
kirkjuna sem embættismannakirkju fyrst og fremst og öll áhersla
hans hafi legið á stöðu og mikilvægi prestsins en hann hafi gefið lít-
inn gaum hlut leikmannanna eða safnaðaruppbyggingu. Þar sem
þetta er í senn örugglega rangt en jafnframt furðu útbeiddur mis-
skilningur er ástæða til að fara hér nokkrum orðum um kirkjuskiln-
ing sr. Sigurðar.
Vissulega hefur sr. Sigurður hvergi skrifað sérstaklega um þetta
efni, en víða hefur hann þó að því vikið, beint og óbeint. Sonur hans,
Sr- Sigurður núverandi vígslubiskup í Skálholti, hélt því aðspurður
fram í spjalli við mig að kirkjuskilningur föður síns hafi mótast þegar
1 barnæsku og á unglingsárum út frá því kirkjulífi sem hann ólst upp
við. Þeim kirkjuskilningi hafi hann ætíð verið trúr og þess vegna hafi
hann aldrei getað orðið eitthvað í líkingu við „Highchurch Angl-
ican“ á enska vísu eða „högkyrklig“ á sænska vísu. Hann vildi í þess-
um efnum ekki láta sækja vatnið yfir lækinn. Hugtakið safnaðar-
uppbygging hafi ekki verið til meðan hann lifði og því sé fráleitt að
saka hann um ónógan skilning eða áhugaleysi á því efni. Hann hafi
ekki velt svo mikið fyrir sér völdum og áhrifum presta og leikmanna
1 kirkjunni. í hans huga hafi mestu máli skipt hver kæmi hlutum í
Verk í kirkjunni. Hann hafi ekki haft neina ánægju af því að ráða því
sem aðrir gátu sýslað með. Ríkur þáttur í því sem hann dreymdi um
varðandi messuna hafi verið að hún væri ekki einkamál prestsins
heldur væru prestur og söfnuður þar að messa saman. Draumur hans
var lifandi litúrgía þar sem hver einasti kirkjugestur var virkur.
Af þeim rituðu heimildum sem ég hef komist yfir frá hendi sr. Sig-
urðar Pálssonar sjálfs held ég að þetta sé örugglega alveg rétt athug-