Andvari - 01.01.1998, Page 50
48
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
Miklu skýrar er varla unnt að komast að orði um þetta efni og
þess vegna er illskiljanlegt hversu skoðanir sr. Sigurðar um þetta efni
hafa heyrst túlkaðar á fullkomlega rangan hátt.
Kirkjan í rúst?
Síðasta blaðaviðtalið sem birtist við sr. Sigurð var tekið skömmu áð-
ur en hann lést, 13. júlí 1987, og var birt í ársbyrjun árið eftir með
samþykki ekkju hans. Viðtal þetta bar fyrirsögnina „Kirkjan í rúst“59
og var ekki laust við að ýmsum hefði brugðið í brún við þessa kröft-
ugu fyrirsögn, sem auk þess var birt með mjög stóru letri. Kannski er
rétt að hafa í huga hvenær viðtalið er tekið, því vitað er að sr. Sig-
urður gerðist um margt mun gagnrýnni síðustu ár ævi sinnar en áður
hafði verið, leyfði sér þá að hafa meira afdráttarlausar skoðanir en
áður. Hann var alltaf að skoða samtíð sína, en gerði það á annan hátt
en áður eftir að hann þurfti ekki að bera ábyrgð á daglegum fram-
gangi mála í kirkjunni. Hann hafði oft á orði að hann fyndi þá aftur-
för í trúarlífi landsmanna að Guðs orð væri ekki lengur Guðs orð
með þeim hætti sem hann hafði kynnst á unga aldri.
Spurningu um, að kirkjan virðist ekki hafa mikinn hljómgrunn
meðal íslendinga þrátt fyrir að þeir séu trúaðir, svarar sr. Sigurður
þannig: „Ég get varla sagt það sem ég vildi segja um kirkjuna í dag.
En hún er í rúst. Ástæðurnar eru margar en liggja þó fyrst og fremst í
menntun og stjórn. Allt virkt skipulag vantar í kirkjunni og hún
myndar enga heild, þess vegna verður oft lítið úr góðum mönnum.
Núna er einn biskup yfir öllu landinu og hann hefur aðsetur á einu
landshorni. Því miður getur hann ekki fylgst nógu vel með öðrum
prestum og veitt þeim nógsamlegt aðhald.“
I framhaldi af þessum ummælum sínum ítrekar sr. Sigurður síðan
þá skoðun sem hann hafði svo ótalmörgum sinnum látið í ljós við
ólíkar aðstæður og á ólíkum tímum, þ. e. að þrír biskupar eigi að
vera í landinu og að endurreisa þurfi biskupsstólinn í Skálholti. Þeg-
ar litið er yfir gagnrýni hans á kirkjuna á löngum og farsælum starfs-
ferli sínum virðist mér sem þetta sé rauði þráðurinn: Skipulag kirkj-
unnar er ekki og verður ekki í lagi meðan aðeins er einn biskup í
landinu. En ætíð hefur hann meira um kirkjuna að segja en þetta eitt