Andvari - 01.01.1998, Page 51
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
49
og svo er enn í þessu síðasta viðtali sem tekið var við hann. Hann
segir kirkjuna þurfa að hafa fleiri mál til meðferðar og hún eigi að
fjalla um þjóðmálin yfirleitt. Lokaorð hans um þetta efni eru einfald-
lega: „Kirkjan þarf að hafa miklu meiri áhrif.“
Þrátt fyrir fyrirsögnina á þessu viðtali og að óneitanlega einkennist
ummæli sr. Sigurðar af talsverðum vonbrigðum með kirkjuna þá fer
því fjarri að bölsýni séu hans lokaorð. Segja má að hann sé fyrst og
fremst að hvetja kirkjunnar menn til dáða og það er athyglisvert að
hann segir enn einu sinni að kirkjan þurfi að fá fleiri leikmenn til
starfa.
Hann játar að honum hafi stundum fundist allir hlutir vera að
hrynja, en bætir því við að „nú er eins og það sé að rofa til, það er
eins og við séum að rétta við menningarlega. Ég öfunda að sumu
leyti ykkur unga fólkið sem lifir næstu 30 ár og fær að upplifa nýtt
uppgangstímabil.“
Þannig talar ekki lífsleiður maður.
TILVÍSANIR
1. „Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Æviágrip." Kirkjuritið 32,1966, s. 344-348.
2. Sigurður Pálsson, „Jóhanna Guðríður Björnsdóttir.“ í: Móðir mín - Húsfreyjan. Gísli
Kristjánsson bjó til prentunar. Skuggsjá, Bókabúð Olivers Steins Hf. 1979, s. 35-47.
3. Sama rit, s. 45.
4. Jónas Árnason, Syndin er lævís og lipur. Stríðsminningar Jóns Kristófers. Reykjaforlag-
ið, 2. útg. 1984, s. 37 og 165.
5. Eiríkur J. Eiríksson, „Sjötugur í dag: Sr. Siguður Pálsson, vígslubiskup." Morgunblaðið
8. júlí 1971, s. 17.
6. Trúfræðirit hans Skabelse og genlpsning var um árabil notað við kennslu í guðfræðideild
Háskóla íslands.
2. „Prestskona í hálfa öld. Frú Stefanía Gissurardóttir." Sr. Sigurjón Einarsson skráði. Af-
mœlisrit Prestafélags Suðurlands. Útg. Prestafélag Suðurlands, 1987, s. 20.
8. Sigurður Pálsson, „Um helgisiði.“ Kirkjuritið 38,2,1972, s. 185.
9. Sjá t. d. Þór Vigfússon, „Stefanía Gissurardóttir, Hraungerði.“ Morgunblaðið 24. sept.
1989, s. 15.
10. „Prestskona i hálfa öld. Frú Stefanía Gissurardóttir." Sigurjón Einarsson skráði. Afmœl-
isrit Prestafélags Suðurlands. Útg. Prestafélag Suðurlands, 1987, s. 19-40.
11- „Kirkjan og samtíminn.“ Viðtalsþáttur í Samvinnunni 6, 1971, s. 20-50. Tilvitn. hér í s.
31.
12. Viðtal í Morgunblaðinu 22. júlí 1966.
13. Sveinn Guðmundsson, „Kveðjuorð: Sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup.“ Morgunblaðið
18. júlí 1987, s. 48.
14. „Prestafélag Suðurlands og fleira. Dr. theol. Sigurður Pálsson, vígslubiskup stiklar yfir
40 ára sögu og 70 ára þó.“ Kirkjuritið 43,3,1977, s. 167.