Andvari - 01.01.1998, Page 55
andvari
SUNNUDAGSMORGUNN
53
í allri líkn og fegurð sem sólin veitir
yndi jafn Ijúft og hugmynd um himnaríki?
Hún verður að finna það guðlega í sér sjálfri,
í rigningarofsa, í snjókomudapurleika,
í einsemdarhryggð, eða í óhaminni
upphafningu er skógurinn blómstrar, í kenndum,
vindi skeknum á votum haustkvöldsvegum,
í allri sœlu og kvöl, í minningunni
um sumartré og nakta vetrargrein.
Sál hennar voru ásköpuð þessi mörk.
III
Júpíter fœddist ómennskur uppi í skýjum,
engin móðir mylkti hann, ekkert sœluland
veitti goðsagnahug hans göfuglundað fas.
Hann dvaldist sem muldrandi kóngur á meðal vor,
stikaði stórlátur innan um fjárhirða sína
þar til óflekkað blóð vort blandaðist himnum
og bar að löngun vorri slíka umbun
að hirðarnir sjálfir sáu hana, í stjörnu.
Skal þá blóð vort bregðast, eða verða
að blóði paradísar? Og sýnist þá jörðin
allt sem vér eigum að kynnast af paradís?
Þá verður himinninn vinsamlegri en núna,
hluti af voru starfi og vorri kvöl,
í dýrð sinni verður hann nœstum varanleg ást,
en ekki sundrandi bjarmi, skeytingarlaus.