Andvari - 01.01.1998, Page 56
54
WALLACE STEVENS
ANDVARI
IV
Hún segir, „ Víst gleðst ég er vaknandi fuglar
taka ekki flugið fyrr en þeir hafa sannreynt
mistraða akra með mildum spurningum sínum.
En er fuglar eru flognir og hlýir akrar
snúa ekki aftur, hvar er þá paradís?“
Það er ekki til nein ásókn spásagna
né gamlar tálsýnir um gröfina
né gulllönd neðanjarðar, engar eyjar
ómþýðar þar sem andar eiga sér ból,
enginn suðrænn draumur, né pálmalundur
hátt uppi á himinhœð, sem hefur varað
eins og vorgrœnkan varir, og mun vara,
og þrá hennar eftir júní og kvöldi sem kemur
kliðmjúkt og fyllist af ótal svöluvængjum.
V
Hún segir, „Þó ég sé ánœgð finn ég samt
þörf fyrir einhverja ævarandi sœlu. “
Fegurð er afsprengi dauðans, því mun hann
einn geta uppfyllt alla drauma vora
og þrár vorar, og það þótt hann strái laufum
eyðingu merktum á alla stíga vora,
stíginn sem sorgin sjúka gekk, þá stíga
er gullu af hvellum sigurhljómum, eða
þar sem fámálug ástin hvíslaði blítt.
I sólskini vekur hann víðitrénu hroll
út af meyjum er sátu oft og mœndu lengi
á grasið sem var gefið fótum þeirra.
Hann fær pilta til að hrúga plómum og perum