Andvari - 01.01.1998, Page 57
ANDVARI
SUNNUDAGSMORGUNN
55
á afrækt matarstell. Meyjarnar fá sér að smakka
og eigra upptendraðar um laufamoðið.
VI
Er þá ekkert í paradís sem dauðinn breytir?
Hrynja þroskuð aldin aldrei? Eða slúta
þungar greinar um eilífð á fullkomnum himnum
sem breytast ekki en líkjast samt fallvaltri jörð.
Eru þar líka fljót sem leita til sjávar
en finna hann aldrei, einnig hörfandi strendur
sem aldrei snertast með orðlausum kvalastingi?
Því skyldum vér leggja perur á þessar strendur
eða krydda árbakka ilmi af plómum?
ó, bara þau beri ekki vora liti þar,
silkivefnað síðdegisstunda vorra
eða stilli strengi vorrar andlausu lútu!
Fegurð er afsprengi dauðans dulúðuga
og í eldlegum faðmi hans finnum vér upp
jarðneskar mæður sem vœnta okkar, vansvefta.
VII
Leikandi létt mun iðandi mannhringur
kveða trylltan óð einn sumarmorgun
um ofsafengna ást til sólarinnar
sem ekki er guð, en eins og guð gœti verið,
nakinn hjá þeim, ólmur orkugjafi.
Þessi óður verður óður um paradís,
berst upp af blóði þeirra, hefst til himins,
og inn í óðinn streymir, rödd eftir rödd,
vindskekið vatnið, yndi drottins þeirra,