Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 60

Andvari - 01.01.1998, Page 60
PÁLL VALSSON Að yrkja sig út úr bókmenntasögunni Sigurður Breiðfjörð og Fjölnir Ritdómur Jónasar Hallgrímssonar um Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs hefur fyrir löngu hlotið sinn fasta sess í bókmenntasögunni. Bókmennta- fræðingar, og þar á meðal undirritaður, hafa túlkað hann sem svo að þar mætist tveir skólar í skáldskap; hin þýsk-rómantíska fagurfræði sem Jónas hafði tileinkað sér og svo grónasti fulltrúi íslensks alþýðuskáldskapar; rímnahefðin.1 Þetta er sú túlkun sem nú má kalla viðtekna enda margvísleg rök henni til grundvallar. Hins vegar fela túlkanir okkar á fortíðinni ævin- lega í sér einfaldaða mynd af miklu flóknari hlutum. Sú mynd sem til að mynda birtist í bókmenntasögum er iðulega ekki nema brot af heildar- myndinni, toppurinn á ísjakanum, og margir smáir en samverkandi þættir valda því hvað þar verður ofan á. Þannig er því farið með þennan fræga rit- dóm og hér á eftir langar mig til þess að tína til nokkur atriði til hliðar við heildarmyndina, m.a. skoða dóminn frá sjónarhorni Sigurðar Breiðfjörðs, og velta upp nokkrum spurningum. Er til dæmis víst að bókmenntasmekk- ur og boðun rómantískrar fagurfræði hafi verið hreyfiafl dómsins? Segir ritdómurinn endilega alla söguna um álit Jónasar á skáldskap Sigurðar? Skrifar Jónas með dómnum undir dánarvottorð Fjölnis? Og má líta svo á að ágreiningurinn sem dómurinn sýnir endurspegli dýpri andstæður í ís- lensku menningarlífi þessa tíma? Eitt vinsælasta efni Fjölnis, og það sem fékk best umtal hjá fólki vítt og breitt um landið var þátturinn Eftirmæli ársins sem Tómas Sæmundsson prestur á Breiðabólstað skrifaði. Þar leit hann yfir liðið ár, sagði frá tíðar- fari og skepnuhöldum, andláti merkismanna og útkomnum bókum. í bréfi sem hann skrifar Konráði 1. ágúst 1836 fjallar hann um annan árgang Fjöln- is og segir kost og löst af þeirri afdráttarlausu hreinskilni sem honum var eðlislæg. Það má sjá að honum hefur nokkuð brugðið þegar hann las þátt sinn í þessum Fjölni, því hér var ýmislegt á annan veg en þegar handritið fór úr Fljótshlíðinni. Tómas hafði vissulega selt þeim félögum sínum, Kon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.