Andvari - 01.01.1998, Page 60
PÁLL VALSSON
Að yrkja sig út úr
bókmenntasögunni
Sigurður Breiðfjörð og Fjölnir
Ritdómur Jónasar Hallgrímssonar um Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs
hefur fyrir löngu hlotið sinn fasta sess í bókmenntasögunni. Bókmennta-
fræðingar, og þar á meðal undirritaður, hafa túlkað hann sem svo að þar
mætist tveir skólar í skáldskap; hin þýsk-rómantíska fagurfræði sem Jónas
hafði tileinkað sér og svo grónasti fulltrúi íslensks alþýðuskáldskapar;
rímnahefðin.1 Þetta er sú túlkun sem nú má kalla viðtekna enda margvísleg
rök henni til grundvallar. Hins vegar fela túlkanir okkar á fortíðinni ævin-
lega í sér einfaldaða mynd af miklu flóknari hlutum. Sú mynd sem til að
mynda birtist í bókmenntasögum er iðulega ekki nema brot af heildar-
myndinni, toppurinn á ísjakanum, og margir smáir en samverkandi þættir
valda því hvað þar verður ofan á. Þannig er því farið með þennan fræga rit-
dóm og hér á eftir langar mig til þess að tína til nokkur atriði til hliðar við
heildarmyndina, m.a. skoða dóminn frá sjónarhorni Sigurðar Breiðfjörðs,
og velta upp nokkrum spurningum. Er til dæmis víst að bókmenntasmekk-
ur og boðun rómantískrar fagurfræði hafi verið hreyfiafl dómsins? Segir
ritdómurinn endilega alla söguna um álit Jónasar á skáldskap Sigurðar?
Skrifar Jónas með dómnum undir dánarvottorð Fjölnis? Og má líta svo á
að ágreiningurinn sem dómurinn sýnir endurspegli dýpri andstæður í ís-
lensku menningarlífi þessa tíma?
Eitt vinsælasta efni Fjölnis, og það sem fékk best umtal hjá fólki vítt og
breitt um landið var þátturinn Eftirmæli ársins sem Tómas Sæmundsson
prestur á Breiðabólstað skrifaði. Þar leit hann yfir liðið ár, sagði frá tíðar-
fari og skepnuhöldum, andláti merkismanna og útkomnum bókum. í bréfi
sem hann skrifar Konráði 1. ágúst 1836 fjallar hann um annan árgang Fjöln-
is og segir kost og löst af þeirri afdráttarlausu hreinskilni sem honum var
eðlislæg. Það má sjá að honum hefur nokkuð brugðið þegar hann las þátt
sinn í þessum Fjölni, því hér var ýmislegt á annan veg en þegar handritið
fór úr Fljótshlíðinni. Tómas hafði vissulega selt þeim félögum sínum, Kon-