Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 63

Andvari - 01.01.1998, Side 63
andvari AÐ YRKJA SIG ÚT ÚR BÓKMENNTASÖGUNNI 61 en það er þess virði að velta fyrir sér hugmyndum þessara ólíku hópa um menningu og jafnframt hvernig ýmsir óskyldir hlutir hafa áhrif á bók- menntasöguna. Fyndið níðkvæði getur orðið skáldi dýrkeypt, eins og í til- felli Sigurðar. Honum verður það á að yrkja níð um unga kjaftfora menn, fulltrúa nýs tíma sem reynast svo heiftræknir að þeir ákveða að skrifa hann út úr bókmenntasögunni og segja má að það hafi tekist langt umfram efni og ástæður og betur en þá hefur sjálfsagt órað fyrir. Nú skiptir það auðvitað engu máli í sjálfu sér hvort Sigurður hafi verið keyptur til þess að yrkja um Fjölni eða ekki, en hins vegar hlýtur maður í því efni að spyrja sig um aðdraganda og forsendur. Það verður maður að skoða frá sjónarhorni Sigurðar sjálfs. Hér er mikilvægt að minna á að í aug- um íslenskra Hafnarstúdenta var Sigurður Breiðfjörð einstaklega ófínn pappír. Torfi Eggerz skrifar t.d. Friðriki bróður sínum bréf árið 1831 og dregur upp heldur ófagra mynd af fyrstu dögum Sigurðar í Kaupmanna- höfn. Sigurður fór strax af skipi upp á Gamla-Garð (Regens) að hitta landa sína, sem Torfi harmar því „danskir stúdentar á Regentse álitu hann lengi eftir, til allrar ólukku, að hafa verið íslenskan stúdent. Kom þá hundur í ís- lendinga og ömuðust síðan heldur við komu hans.“7 Frá fyrsta degi er Sig- urður Breiðfjörð sem sé óvelkominn í hópi landa sinna og Torfi lýsir því síðan hvernig Sigurður lendir í þjófnaðarmálum og alls kyns vandræðum, beykisnámið fari fjandans til, en hann ætli nú til Grænlands og „samgleðj- ast menn íslandi að það verði þá um stund og tíma frítt frá svoddan landplágu“8, bætir Torfi við. Þegar grannt er skoðað á þessi harkalega mynd af aðstæðum Sigurðar í Kaupmannahöfn sínar skýringar. íslendingar í Kaupmannahöfn á þessum tíma eru flestir íslenskir stúdentar sem líta stórt á sig. Þeir eru vormenn ís- lands, flestir að læra lögfræði til þess að komast í embætti, en eru þó þjak- aðir af þeirri minnimáttarkennd og viðkvæmni fyrir landi og þjóð sem svo lengi hefur þrúgað landann. Þetta skýrir að hluta til hörð viðbrögð stúd- entanna við því að aumur beykir sé talinn í þeirra hópi. Með öðrum orð- um: Stéttaskiptingin hrindir Breiðfjörð frá félagsskap íslenskra stúdenta, Sem hann eðlilega sækir í, og staðfestir stöðu hans sem utangarðsmanns. Og það er þessi mynd af Sigurði sem Jónas Hallgrímsson tekur í arf, þegar hann kemur til Kaupmannahafnar einu ári síðar. En á hvaða leið var Breiðfjörð sjálfur sem skáld og er hægt að gera sér einhvers konar mynd af því hvert hann stefndi fyrir ritdóm Jónasar? Hann var einstaklega afkastamikill og rímnaflokkarnir runnu upp úr honum. Þá fullyrðingu má styðja gildum rökum að Sigurður hafi verið einn fremsti fulltrúi rímnahefðarinnar, hefðar sem ofmælt er að kalla deyjandi, en hafði þó séð sína hásól. Sigurður er auk þess annað og meira. Hann má vel kall- ast góður fulltrúi þeirrar ljóðrænu kveðandi og dunandi hagmælsku og orð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.