Andvari - 01.01.1998, Page 70
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
Bergrisi á Bessastöðum?
Grímur Thomsen, íslensk bókmenntasaga og rómantísk
hugmyndafrœði
I. Ævisaga Gríms Thomsens
Ævisögur manna eru mislangar, og þá ekki síður ævisögur skálda. Um sum
eru ritaðar langar og lærðar bækur, önnur verða að sætta sig við grein í al-
fræðiriti, eða jafnvel vísukorn sem er ætlað að safna í brennipunkt atburð-
um og reynslu heillar ævi. Fyrr á öldum var algengt að skáld festu ævi sína í
ljóð, þar sem þau sögðu sögu sína og greindu frá samskiptum sínum við
heiminn. Hitt er ekki síður algengt að einstök kvæði skálda séu túlkuð sem
nokkurs konar ævisögur þeirra, þótt upphaflegt tilefni þeirra og yrkisefni
hafi verið annað.
Eiginleg ævisaga Gríms Thomsens er hvergi til, en nokkur ljóð hans hafa
öðru fremur verið notuð til að „skýra“ Grím Thomsen og gefa ævi hans
form og merkingu. Þannig hefur síðasta erindið í kvæðinu um Goðmund
konung á Glæsivöllum verið talið lýsa upplifun Gríms á starfi sínu í utan-
ríkisþjónustu Dana, og síðustu línurnar: „Náköld er Hemra,/því Niflheimi
frá/nöpur sprettur á;/En kaldara und rifjum er konungsmönnum hjáýkalinn
á hjarta þaðan slapp eg‘d eru lesnar sem bein ræða Gríms sjálfs og lýsing á
þeim hjartasárum sem hann hlaut í viðskiptum sínum við menn Danakon-
ungs. Þessi túlkun kvæðisins virðist vera orðin algerlega sjálfsögð. Sigurður
Nordal segir í grein þar sem hann veltir fyrir sér hver hefðu orðið örlög
Gríms ef hann hefði gerst kennari í enskum bókmenntum við Hafnar-
háskóla í stað þess að fara til starfa í dönsku utanríkisþjónustunni: „Þá
hefði hann aldrei komizt í návígi við hirð Goðmundar á Glæsivöllum.“2
Hér er túlkun á kvæðinu, þ.e. að Grímur sé að yrkja um störf sín hjá Dana-
konungi, orðin að yfirborðsmerkingu þess.
Annað kvæði Gríms sem hefur verið lesið sem sjálfslýsing hans er kvæð-
ið „Bergrisi á 19. öld“. Raunar er ofrausn að segja að allt kvæðið hafi verið