Andvari - 01.01.1998, Page 71
andvari
BERGRISI Á BESSASTÖÐUM?
69
lesið sem sjálfslýsing Gríms, nær væri að tala um að kvæðið sé markvisst
ekki lesið, nema að hluta, til þess að draga fram ákveðna mynd af Grími á
efri árum eftir að hann flutti heim og settist að á Bessastöðum. í heild er
kvæðið á þessa leið:
Bergrisi á 19. öld
Hám fyrir helli
hurð er úr jaka,
sef eg á svelli,
sit eg á klaka;
með röðli ég rís,
renni á skíðum,
snjór er og ís
upp eftir hlíðum.
Hleyp eg upp hreininn,
hremmi ég rjúpur,
brýt í þeim beinin;
blæði þeim strjúpur
dreyrann eg drekk;
dreg eg að ketið;
heim hart eg stekk,
hallast í fletið.
Aum finnst mér öldin,
atgervið mornar;
kveð eg á kvöldin
kraftrímur fornar;
Úlfar eg víst
eigi má klandra
set hann þó sízt
í sæti með Andra.
í fornöldinni
fastur eg tóri,
í nútíðinni
nátttröll eg slóri,
geri ei neitt,
sem gagn er að meta,
hugsa um það eitt
að hafa að éta.3
Hefðbundinn lestur á þessu kvæði byggir á því að lesa fyrri helming síðustu
visunnar einan og er honum þá ætlað að skýra viðhorf Gríms til samtíma