Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 72

Andvari - 01.01.1998, Page 72
70 JÓN YNGVI JÓHANNSSON ANDVARI síns og samferðamanna. Niðurstaðan af slíkum lestri verður sú að Grímur hafi sjálfur verið einhvers konar nátttröll í nútíð sinni eða bergrisi, og því hafi hann ekki átt skap við samtímamenn sína. Þessu til stuðnings má síðan tína til ýmisskonar missætti Gríms við þá sem voru honum samferða, og ekki síst öll þau ókjör af kvæðum sem hann orti um fyrri tíma, þá tíma sem hann, samkvæmt „ævisögunni“ var fastur í. í formála að ljóðmælum Gríms segir Sigurður Nordal: Þegar hann leitar fornaldarinnar, eins og honum er tíðast, brýtur hann ekki haugana til þess að sækja þangað vopn, heldur til þess að finna þar athvarf, setjast þar að sumbli með mönnum sem voru honum að skapi: í fornöldinni fastur eg tóri, í nútíðinni nátttröll eg slóri. Mikið af skáldskap hans er er blátt áfram leit að betri félagsskap en lífið bauð honum.4 Það fyrsta sem ég staðnæmist við í þessari klausu er hvernig Sigurður, að því er virðist fyrirhafnarlaust, gerir vísuorð Gríms að sjálfstjáningu. Fyrir því er enginn frekari rökstuðningur, nema ef til vill sú hringrökfærsla sem byggð er inn í mál Sigurðar, lýsingin á skáldinu kallar á dæmið, sem síðan réttlætir lýsinguna. Sú lýsing á Grími sem kvæðið er fellt inn í er ekki síst merkileg fyrir það hvernig Sigurður endurritar myndmálið sem kvæði Gríms byggir á. í stað myndarinnar af blóðþyrstu og ómennsku nátttrölli setur Sigurður mynd af hetju sem brýtur hauga til þess að komast á fund sinna líka. Þannig verður ótamið náttúruafl að friðsömum rannsakanda eða jafnvel einhverskonar fornleifafræðingi, sem kannar grafir fornmanna af forvitninni einni saman og vegna hugboðs um það að haugbúar séu skárri félagsskapur en sú nútíð sem hann slórir í. Merking kvæðisins í þessari endurritun Sigurðar er augljós; það er einlæg sjálfslýsing manns sem festir ekki yndi í samtíðinni og leitar þess vegna á vit fortíðarinnar, þar sem hann finnur fró í félagsskap sem er honum að skapi. Páll Valsson orðar sömu hugsun og Sigurður tæpum sjö áratugum síðar í þriðja bindi Islenskrar bókmenntasögu: Þegar allt þetta er metið [þ.e. pólitísk og persónuleg jaðarstaða Grímsj er ekkert ein- kennilegt að Grími hafi fundist hann vera utangarðs og lítt kært sig um samtímann. Um þetta fjallar hann sérstaklega í kvæðinu Bergrisi á 19. öld, þar sem titillinn vísar til hans sjálfs. Þar segir hann m.a.: Aum finnst mér öldin, atgervið mornar; kveð eg á kvöldin kraftrímur fornar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.