Andvari - 01.01.1998, Síða 76
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
ANDVARI
74 '
Fjóstrú
Verst er af öllu villan sú,
vonar og kærleikslaust
á engu að hafa æðra trú,
en allt í heimi traust,
fyrir sálina að setja lás,
en safna magakeis,
og á vel tyrfðum bundinn bás
baula eftir töðumeis.9
Þetta kvæði ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir, það er háðsk ádeila á efnis-
hyggju, hvort sem er í hversdagslegum eða heimspekilegum skilningi.
Grímur setur hér samasemmerki á milli efnishyggju sem lífsskoðunar (mat-
erialisma) og efnishyggju sem lífsmáta, sem felst þá í því að meta ekkert
annað en það sem telst til veraldlegra gæða.
Ef við berum nú saman þessi tvö kvæði, má þá ekki álykta sem svo að
bergrisinn, sem talar í samnefndu kvæði, sé fjóstrúar? Ein leið til að túlka
kvæði Gríms um bergrisann er að líta svo á að það sé gagnrýni á efnis-
hyggju þar sem hún er útmáluð í sinni svæsnustu mynd, í gervi hins villta,
ósiðaða manns, sem er blindur á samtíma sinn en lifir utan siðmenningar-
innar sambandslaus við aðra menn.
í þessu ljósi má ef til vill lesa kvæðið sem viðbragð Gríms við þeirri
ímynd sem hann sannanlega hafði á íslandi eftir að hann kom heim. Þetta
er þá sjálfslýsing sem fjallar á írónískan hátt um það hvernig landar Gríms
sjá hann, ekki hvernig hann sá sjálfan sig. Nátttröllið sem lýsir sjálfu sér í
kvæðinu er skrumskæling á þeirri ímynd sem skáldið Grímur Thomsen
hafði fengið á sig í hugum landsmanna, og hann var líklega ekki sjálfur alls-
kostar sáttur við. Það er á hinn bóginn bókmenntasöguleg írónía að þessi
skrumskæling hafi síðan orðið stofninn í umfjöllun um Grím Thomsen, og
jafnvel grundvöllur að skilningi á öðrum verkum hans.
II. Rómantísk hugmyndafrœði
Túlkun kvæðisins um bergrisa á nítjándu öld hefur haft áhrif á lestur fleiri
kvæða Gríms, enda fer hún saman við ævisögulegt viðhorf til bókmennta-
rannsókna þar sem litið er á sálarlíf höfundarins sem túlkunarlykil að verk-
um hans. Það að sýna fram á að túlkunin sé ekki á rökum reist hefur því
ákveðnar afleiðingar fyrir það hvernig við getum lesið og túlkað kvæði
Gríms um fornöldina.10