Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 80

Andvari - 01.01.1998, Side 80
78 JÓN YNGVI JÓHANNSSON ANDVARI að framan er sagt hlýtur að vera: „hver er Grímur Thomsen ef hann er ekki nátttröll?“ Par sem þessi grein er fyrst og fremst hugsuð sem gagnrýni, verður ekki sett hér fram heildstæð kenning um bókmenntasögulega stöðu Gríms Thomsens eða tengsl hans við samtíð og sögu. Á hinn bóginn er sannfæring mín að það að hætta að hugsa um Grím sem nátttröll opni útsýn til ýmissa átta í skáldskap hans, og því mun ég hér að lokum stinga upp á einni mögu- legri leið að skáldskap Gríms, sem raunar ætti að liggja í augum uppi. III. Skandínavismi og hið norrœna eðli Vart þarf að taka fram einu sinni enn að uppáhaldsyrkisefni Gríms í forn- öldinni eru sterkar hetjur; karlmenni sem eru ekki við allra skap. Síðan má bæta því við, og gleður þá sem gaman hafa af ævisögulegum skýringum, að Grímur yrkir áberandi mikið um viðskipti þessara útlaga við konunga og valdsmenn. Yrkisefni hans er gjarnan svik konunga, til dæmis í „Pálna- tóka“ og kvæðinu um Halldór Snorrason. Eftirfarandi vísu í því kvæði má til dæmis auðveldlega túlka sem kalda kveðju Gríms til fyrrum yfirboðara sinna. í mörgum háska með þér var eg, merkið jafnan fremstur bar eg, unnin mörg þér manns var raunin, mér er spurnin: Hvar eru launin?23 Fleiri dæmi um svik konunga eða vanefndir má finna í Hemings flokki Ás- lákssonar, þar sem enn er sneitt að Haraldi harðráða og lýst viðskiptum hans við kempurnar Halldór Snorrason og Heming. Það eru menn eins og þeir, og Pálnatóki og fleiri, sem skýring Sigurðar Nordals gerir ráð fyrir að Grímur hafi viljað heimsækja og setjast að sumbli með í fornöldinni. En er ekki vænlegra að skoða þau kvæði sem Grímur yrkir um íslenskar fornbókmenntir í samhengi við þau fræði sem hann stundaði sem ungur maður í Kaupmannahöfn? Eftir að Grímur lauk við meistaraprófsritgerð sína um Byron lávarð árið 1844 sneri hann sér í auknum mæli að norrænum miðaldabókmenntum, og um þær birti hann nokkrar greinar í dönskum blöðum á árunum 1846-1857. Áuk þess gaf hann út þýðingar á norrænum miðaldabókmenntum í tveimur bindum undir heitinu Udvalgte Sagastykk- er. Grímur hafði brennandi áhuga á útbreiðslu þessara bókmennta, bæði á Norðurlöndum og annars staðar í álfunni. Sá áhugi hélst a.m.k. fram um 1870 en þá vann hann að þýðingu á Eddukvæðum fyrir enskt tímarit.24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.