Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 97

Andvari - 01.01.1998, Page 97
ANDVARI EFINN KEMUR TIL SÖGU 95 heiminum. Þórbergur Pórðarson beitti einnig þekktum rómantískum tákn- um á írónískan hátt og á það raunar einnig sammerkt með Jóni að sækja innblástur til Oscars Wilde.14 Sumar setningar Jóns gætu sem best verið eftir Þórberg: Þið hafið ekki hugmynd um, hve erfitt það er, að losa flugur af flugnapappír, því ekki eruð þið ungar stúlkur í kökubúð. Það er ég ekki heldur, að vísu, en ég elska ungar stúlkur í kökubúð, svo að það kemur út á eitt. (22) Slík bullorðræða (nonsense) á sér einnig hliðstæðu í verkum enskra skálda á þessum tíma sem fetuðu í fótspor Lewis Carrolls og hleyptu bullinu í bókmenntirnar, t.d. P. G. Wodehouse og sumpart einnig Oscar Wilde. Einnig minnir sögumaður Jóns á Þórberg þegar hann lætur retórískar spurningar dynja á flugunum á írónískan hátt sem minnir á vin hans, Tómas Guðmundsson, síðar: „Þið haldið ef til vill, að það auki lánstraustið, að ganga með flugur í höfðinu?“ (22) Þá má velta því fyrir sér hvort kvæðið „Eftir dansleik“ sæki eitthvað til annars samtíðarmanns Jóns, Davíðs Stef- ánssonar, en það byggir annars á þeirri hugmynd sem Jón er iðulega að velta upp, að ástin sé fyrst og fremst í mönnum en ekki milli þeirra: Elskar hann mig? spurði hún. Spegillinn brosti. Já, sagði spegillinn, og brosti. (26) Helsta samkenni Jóns Thoroddsens og samtíðarmanna hans, t.d. Þórbergs °g Tómasar, er írónían sem hefur læðst inn í skáldskapinn, er þar sem önn- ur rödd og dregur dár að öllu saman. Hún birtist í þversögnum, andstæðum °g fáránleika og er einkenni skáldskapar á tuttugustu öld. Írónían beinist iðulega gegn sögumanni sjálfum: Ég lá uppi í sóffa, og las skáldskap eftir ungan og efnilegan rithöfund. Ég naut þess, að hafa ekki skrifað bókina sjálfur, og tautaði fyrir munni mér: Aumingja maðurinn. Og þetta er víst allra vænsti piltur. (21) Síðar endurtaka flugurnar þetta taut, sögumanni til háðungar. Hér kemur Jón að hlutskipti sínu sem gagnrýnanda sem gerist skáld. Einnig má finna í flugum hans sjálfsíróníu sem beinist gegn þeirri áráttu mannsins að taka sig alvarlega: Á morgun ber ég í borðið. Nei, segi ég, og ber í borðið. (28) Þó að margt sé líkt með Jóni og þeim skáldum sem hafa verið kennd við nýrómantík er slík sjálfsírónía yfirleitt fjarri þeim. Hana sækir Jón annað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.