Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 98

Andvari - 01.01.1998, Side 98
96 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI Rækilegust úttekt fræðimanns á Jóni Thoroddsen er í grein eftir Svein Skorra Höskuldsson frá árinu 1979. Þar tínir Sveinn Skorri til ýmsa áhrifa- valda á skáldskap Jóns. í þeim hópi er þó ekki það ljóðskáld sem Jón ólst upp hjá en það er móðir hans, Theodora Thoroddsen. Það er kannski ekki nema von því að þegar þessi grein birtist hafði ennþá verið næsta lítið fjall- að um þulur Theodoru Thoroddsen og hún var talin vera „þjóðrækið íhald“ í skáldskap í helstu bókmenntasögunni sem þá var til.15 Þó að Sveinn Skorri nefni Theodoru ekki sem áhrifavald á son sinn fylgir grein hans þula eftir Jón sem mun ort á 18. ári og í henni eru áhrifin frá Theodoru augljós: Eg gekk í græna lundinn, glöð var aftanstundin,. . . logagylltur lokkurinn læddist niður fögrukinn, inn við bjarta barminn þinn bjuggu draumar mínir, . . . drakk eg áfengt ástavín sem ann mér ekki friðar. Sólin seig til viðar.16 Guðmundur Andri Thorsson hefur bent á þessi líkindi í grein um Jón Thoroddsen en bætir við: „Önnur líkindi eru vandséð með ljóðagerð þeirra mæðgina“.17 Niðurstaða hans er því hin sama og Sveins Skorra. Lítið verð- ur úr áhrifum Theodoru á son hennar. Þess ber að geta að Guðmundur Andri og Sveinn Skorri hafa eigi að síð- ur gert kveðskap Theodoru hærra undir höfði í bókmenntaskrifum en flest- ir.18 Ekki er því um að ræða vantrú á skáldskap hennar heldur er engu lík- ara en það sé bókmenntasögulega útilokað að annar eins nýjungamaður í skáldskap og Jón Thoroddsen hafi verið undir áhrifum frá miðaldra konu, móður sinni. Það kemur ekki á óvart þar sem bókmenntasagan hefur gjarn- an snúist um freudísk föðurmorð og áhrifafælni karlrithöfunda.19 Vera má að menn hafi láti blekkjast af ólíkindalátum Jóns sjálfs sem segir í bréfi til móður sinnar: Eg er orðinn rithöfundur. Þér fanst það skrítið og mér líka. Eg hef ekki orðið það að gamni mínu eða af hégómagirnd, því eg er enginn stílisti. Þú hefur engu tímt að miðla mér af þeirri gáfu og þessvegna skrifa eg eins og vinnukona.20 Þetta er greinilega skrifað í hálfkæringi en þó má vel vera að Jón hafi ekki gert sér grein fyrir áhrifum móður sinnar eða sé jafnvel haldinn áhrifafælni. Nýlega hafa Sveinn Skorri, Guðmundur Andri og aðrir vakið athygli á að Theodora er ásamt Huldu formbyltingarmaður. Þulur þeirra eru nýtt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.