Andvari - 01.01.1998, Síða 106
KRISTJÁN B. JÓNASSON
Rödd úr hátalara - skilaboð
í tóttarvegg
Skráning, geymsla og miðlun upplýsinga í skáldsögunum
79 af stöðinni og Land og synir eftir
Indriða G. Þorsteinsson1
I. Skrásetjarinn
Ein höfuðpersónan í fimmtu skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, Ungl-
ingsvetur (1979), er Ásmundur, bóndi sem flutt hefur „að vestan“, það er úr
Skagafirði, til Akureyrar þar sem sagan gerist af lýsingum að dæma og
vinnur þar í grjótnámu. Hann er að vísu ekki burðarás sögunnar, í for-
grunni hennar er kynslóð yngri manna sem alist hafa meira og minna upp á
mölinni en eru nú að fóta sig í heimi hinna fullorðnu, heimi þar sem frelsið
er að vísu meira og tækifærin fleiri en þau sem buðust sveitakrökkunum af
kynslóðinni sem komst á legg fyrir seinna stríð, en þar sem samskipti
manna eru um margt óvægnari en fyrr og harkan meiri. Líkt og svo oft í
verkum Indriða liggur þunginn á þeim sögulegu hvörfum sem urðu í ís-
lensku samfélagi um miðja öldina, þegar efnahagslegar stoðir aldagamalla
atvinnu- og lifnaðarhátta í sveitum landsins tóku að gefa sig og Ásmundi er
ekki hvað síst ætlað það hlutverk að skerpa sýn lesandans á þessar breyt-
ingar. Annars vegar er brugðið upp mynd af kjörunum sem honum bjóðast
sem ómenntuðum erfiðismanni á mölinni, ópersónulegum tengslum hans
við atvinnu sína, vinnufélaga og vinnuveitendur; í stuttu máli því sem Karl
Marx hefði kallað firringu hans frá launavinnunni. Hins vegar er honum
lýst sem fróðleiksbrunni, lifandi gagnabanka; hann er nokkurs konar þýð-
andi sem flytur gamlar upplýsingar yfir á nýtt „snið“. Þetta eru upplýsingar
sem áður þóttu ekki merkilegar í sjálfu sér en eru nú, í öðru samhengi,
orðnar mikilvægar fyrir sjálfsskilning þúsunda manna og kvenna. Þær eru
hlekkurinn sem tengir heilar kynslóðir við fortíð sína.