Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 132

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 132
130 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI m.a. á vegum Tónlistarfélagsins, og nemendasýningar, t.d. menntaskóla- nema. Einnig áttu þeir leikhúsmenn og leikarar, sem komu sér út úr húsi hjá L.R. eða treystu sér ekki til að starfa með því, fólk eins og Guðmundur Kamban, Haraldur Björnsson og Soffía Guðlaugsdóttir, þar innhlaup fyrir list sína. Um þá starfsemi alla er ekkert fjallað í riti Sveins, sem rýrir vita- skuld í engu gildi þess sem alþýðlegs sögurits um Leikfélag Reykjavíkur. Eins og höfundur tekur sjálfur fram í eftirmála bókarinnar er hún heldur engin „endanleg saga“ L.R., heldur aðeins „ágrip þeirrar sögu“, þar sem allar „leiklistarfræðilegar undirstöðurannsóknir“ vanti enn.1 En saga fé- lagsins er þar rakin í stærstu dráttum, helstu starfsháttum lýst og greint stuttlega frá þeim listamönnum sem mest bar á á sviðinu. Þá er mikill kost- ur við bókina, að verkefna-, sýninga- og hlutverkaskrár Lárusar eru þar birtar, færðar upp til útgáfutíma hennar. Þegar tók að líða að aldarafmæli L.R., mun forystumönnum þess hafa þótt tímabært að efna loks til fræðilega gjaldgengs verks um sögu þess. Nú ber að taka strax fram, að þetta er í raun og veru aðeins ágiskun mín. I bókinni Leikfélag Reykjavíkur - Aldarsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Eggert Þór Bernharðsson er sem sé hvergi skýrt frá því, hver hafi átt frumkvæði að ritun hennar, valið höfundana og sett þeim markmið. Þar kemur hvergi fram, hversu langan tíma þeir höfðu til að vinna verkið eða hvers konar samvinnu þeir áttu við Leikfélagið eða ritnefnd þá, sem nefnd er á bls. 4 og í sátu frú Vigdís Finnbogadóttir, Steindór Hjörleifsson, Jón Hjartarson og Sigurður Hróarsson. Þó er ljóst, að sú samvinna hlýtur að hafa verið nokkur; a.m.k. eru í bókarlok birtar skrár yfir höfunda, leikrit, leikstjóra og hlutverkafjölda nokkurra helstu leikenda, í samantekt Sig- urðar Karlssonar, þáverandi formanns L.R.2 Þá hefði vitaskuld verið for- vitnilegt að heyra, hvers vegna Leikfélagið réð ekki leikhúsfræðing til þessa starfs, heldur tvo sagnfræðinga, sem hafa aldrei áður komið nærri leiklistar- sögu. Þau Þórunn og Eggert Þór eiga þannig ekki eina einustu ritsmíð í ritaskránni aftast í bókinni, sem hlýtur að teljast allsérstætt í slíku verki. I almennt orðuðum inngangi frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem var for- maður afmælisnefndarinnar, er ekki að finna orð um þessa hlið málsins. Hið eina, sem fram kemur um tilurð verksins, er stutt klausa við bókar- upphaf, undirrituð „Þ. V.“, þar sem segir, að „verk þriggja manna“ myndi „grundvöll þessarar yfirlitssögu“, þeirra Lárusar Sigurbjörnssonar, Sveins Einarssonar og Jóns Viðars Jónssonar.3 Eru þar sérstaklega til tekin seinna bindið af íslenskri leiklist Sveins og doktorsritgerð mín, Geniet och vagvis- aren. Om den islandska skádespelerskan Stefanía Guðmundsdóttir (1876- 1926) och författaren och regissören Einar H. Kvaran (1859-1938). Með „verki“ Lárusar Sigurbjörnssonar virðist einkum átt við söfnunarstarf hans og skrásetningarvinnu. Ef litið er í ritaskrá, kemur þó í ljós, að höfundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.