Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 143

Andvari - 01.01.1998, Page 143
ANDVARI AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU 141 fyllstu aðgát. Kristján Albertsson, sem ritstýrði Verði, málgagni íhalds- manna, frá 1925 til 1927, var einn þeirra, sem oft lögðu honum gott til í blaði sínu.37 En af Kristjáni er það að segja, að hann hafði gegnt starfi Ieið- beinanda veturinn 1924-’25, þegar Stefanía Guðmundsdóttir var formaður L. R. Næsta vetur - fyrsta leiðbeinandavetur Indriða - var Kristján sjálfur formaður félagsins, þó að hann hafi ekki látið formannsskyldurnar íþyngja sér, ef marka má þau orð hans í viðtali við Morgunblaðið haustið 1925, að hann myndi ekki gefa sér tíma til að starfa „að ráði“ með félaginu og Indr- iði Waage bera hitann og þungann af starfi þess.38 Má segja, að það hafi verið allóvenjuleg yfirlýsing frá æðsta stjórnanda leikhúss, jafnvel miðað við þáverandi aðstæður! Þórunn telur, að Sex verur leita höfundar, sem sýndar voru haustið 1926, séu það „afrek“ á ferli Indriða, sem „stafar af mestum ljóma“. Um þá sýn- ingu skrifar hún langt mál og klykkir út með eftirfarandi: „í þetta skipti var Reykjavík eins og heimsborg og þessi leiksýning og ferskur leikstíllinn sem því fylgdi setti ný andlit á leikarana, sem nýttust við fleiri leikrit sem gerðu göt í raunsæið á næstu árum. Það var komið pínulítið tilraunaleikhús í landið, púpa þess opnaðist stöku sinnum á sviðinu eftir þetta með afleidd- um og kynblönduðum einkennum expressjónisma, súrrealisma og fútúr- isma.“39 Ég hef velt þessum orðum mikið fyrir mér og reynt að átta mig á þeim sýningum, sem þau kynnu að eiga við. En ég verð að játa, að mér er hulið, hvaða leikviðburði Þórunn hefur hér í huga. Ekkert íslenskt leikhús kallaði sig „tilraunaleikhús“ fyrr en Gríma tók til starfa á sjöunda áratugn- um, en tæpast er það hún sem Þórunn á við. Á meðan ekki koma fram frekari skýringar hlýt ég að trúa því, að skáldið í Þórunni hafi hér einfald- lega borið fræðimanninn ofurliði. Dómarnir um Sex verur voru vinsamlegir, en e.t.v. nokkuð óráðnir, eins og dómarar vissu ekki alveg hvaða tökum þeir ættu að taka verkið. Nei- kvæðastur var Jón Björnsson í Morgunblaðinu, sem hafði þó góð orð um frammistöðu leikenda. Jón gaf í skyn, að leikritið væri, grannt skoðað, ekki ýkja merkilegt; það væri nýstárlegt á ytra borði, en formnýjungin risti ekki djúpt.40 Þessi dómur varð kveikja allsérkennilegrar ritdeilu milli Jóns og „Amicusar“ nokkurs sem skrifaði skömmu síðar langa grein í Vísi, þar sem hann fann mjög að því, hversu lélegir íslenskir leikdómar væru og hversu lítt afrekum Indriða Waages og leikenda hans hefði verið haldið á loft.41 Þó að „Amicus“ nefndi Jón ekki á nafn, tók sá síðarnefndi orð hans til sín og svaraði honum, svo af spunnust nokkur orðaskipti þeirra í milli.42 Verður sú deila ekki rakin hér, enda tæpast merkilegri en margt annað leikhúsþref sem sést hefur í íslenskum blöðum. En Jón mótmælti því einarðlega að Indriða hefði ekki verið hampað nægilega, og á leiksögufræðingurinn bágt með að andæfa þeirri skoðun hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.