Andvari - 01.01.1998, Qupperneq 154
152
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
ins. Fróðlegt hefði þó verið að heyra meira um rök þeirra, sem gagnrýndu
byggingaráformin, ekki síst í ljósi þeirrar reynslu sem nú er komin af hús-
inu. Yfirleitt virðist mér umfjöllun hans um sögu leikhússins á sjötta
áratugnum viðunanlegri en síðari kaflar sögunnar; t.d. sýnist hyggilegt að
skipta árunum 1950-’63 í tvö tímabil, eins og hann gerir: lýsa árunum
1950-’57 sem eins konar reynslutíma, en árunum 1957-’63 sem millibils-
ástandi. Þetta þarf þó að kanna betur eins og flest annað í seinni tíma sögu
Leikfélagsins, og hræddur er ég um, að Eggert Þór hafi ekki sagt síðasta
orðið um ástand leikhússins á þessum tíma eða þau átök sem þá áttu sér
stað á bakvið tjöldin. Eins og ég rek betur annars staðar fer því víðs fjarri,
að hann geri hinum merka leikstjórnarferli Gunnars R. Hansens verðug
skil, en Gunnar átti öðrum meiri og betri þátt í endurreisn L.R. eftir
1950.72
Þegar kemur að listinni sjálfri er afstaða Eggerts Þórs oftast algerlega
gagnrýnislaus, og sumt í skrifum hans harla sérkennilegt, eins og þegar
hann tekur allt í einu upp á því að ræða um ýmis almenn undirstöðuatriði
leikhúsvinnunnar í þátíð, líkt og þau hafi verið að breytast eitthvað á síð-
ustu árum!77 Hann lætur iðulega nægja að vitna til ýmissa yfirlýsinga innan
úr leikhúsinu og virðist þá taka þær sem gjaldgengan vitnisburð um listræn-
an árangur. Sem dæmi má vísa í umfjöllun hans um leikstjórn á áttunda og
níunda áratugnum.74 Hugtök eins og „raunsæi“ og „stílfærsla" eru notuð
eins og merking þeirra sé hafin yfir allan vafa, og rökstuðning fyrir listrænu
mati skortir stundum tilfinnanlega. Um leikritun á níunda áratugnum segir
t.d.: „Inntak verkanna virtist og annað en á undangengnum áratug. Dregið
hafði úr hinum pólitíska tóni, gagnrýnin var ekki eins ber og áður og al-
mennt virtist léttari andi svífa yfir vötnunum þótt alvaran væri vissulega
aldrei langt undan.“75 Vera má, að þetta sé allt satt og rétt, en slíkar fullyrð-
ingar eru þó lítils virði, séu þær ekki studdar dæmum.
Lokaorð
Hverjar eru meginástæður þess, að Aldarsaga er jafn-misheppnuð bók og
raun ber vitni? Eins og ég hef reynt að sýna hér fram á einfalda höf-
undarnir efnið um of, vanda ekki alltaf til heimildarvinnu og gera sér ekki
nægjanlegt far um að spyrja gagnrýninna spurninga. Erfitt er einnig að
verjast grun um, að sá tími, sem Leikfélag Reykjavíkur eða afmælisnefnd
þess skammtaði þeim, hafi verið alltof naumur. Var það e.t.v. skýringin á
því, hvers vegna verkinu var skipt á milli tveggja höfunda?
Sem fyrr segir skortir alla greinargerð fyrir frumforsendum verks-