Andvari - 01.01.1998, Side 156
154
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
8. Þekktasta rit hennar er ævisagan Lifað og leikið, sem kom út árið 1948. Þar kemur
margt fram um samskipti manna í Leikfélaginu, gjarnan í formi spaugilegra frásagna.
Frá leiksögulegu sjónarmiði er þó mun meira að græða á greinaflokki þeim, sem birtist í
leikskrám Leikfélagsins á árunum 1943 til ’47 undir heitinu „Um sjónleiki í Reykjavík á
uppvaxtarárum mínum og síðar“.
9. Sjá Eufemía Waage, „Starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur á fyrri árum þess“, Leikfélag
Reykjavíkur 50 ára, bls. 27.
10. Sjá einkum dóm Andrésar Þormars í Verði 4.1. 1926. Sjá einnig Morgunblaðið 30.12.
1925 (Jón Björnsson) og Vísi 29.12. 1925. Óskari Borg, elsta syni Stefaníu og Borgþórs
Jósefssonar, þótti lítið koma til sýningarinnar í bréfi sem hann ritaði móður sinni til
Kaupmannahafnar. Sjá Leyndarmál frú Stefaníu, bls. 375.
11. Sbr. útvarpsviðtal Sveins Einarssonar við Indriða Waage (Hljóðritasafn Ríkisútvarpsins,
DB-194). Útvarpað 30.11. 62.
12. Sjá Leikhúsið við Tjörnina, bls. 102-103, og Skírni 1980, „Um leikstjórn“, bls. 5-23.
13. Skírnir 1980, bls. 17-18.
14. Aldarsaga, bls. 104.
15. S.h. bls. 104.
16. S.h. bls. 105.
17. S.h. bls. 103.
18. S.h. bls. 103.
19. Þórunn vitnar til endurminningabókar Brynjólfs Jóhannessonar, Karlar eins og ég, fjór-
um sinnum í umræddum kafla. Sjá Aldarsögu, bls. 102-105.
20. Fyrra bréfið er dagsett 18. 1. 1923 (engin staðsetning). Texti þess hljóðar svo:
„Elsku dabdi!
Ég ætla að skrifa þér nokkrar línur. Ég er nú hér að læra spönsku, en allur annar tími
minn fer í að fara í leikhús og lesa um „Regie“ og leiklist yfirleitt. Þegar ég fór varstu
búinn að þýða tvö leikrit og gera „sceneríið“ eins einfalt og mögulegt var; þetta var það
fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá „Macbeth", þú hefur víst séð skizzuna mína; þó
hún sé slæm þá má sjá á henni að mikið hefur verið gert til að draga úr kostnaðinum og
jafnvel heilum scenum sleppt. Á meðan á stríðinu stóð lét Reinhardt leika „Dantons
Tod“ og brúkaði eina scenu út allt „stykkið" með smá breytingum, það sama „stykki“ sá
ég í Hamburg þar voru 23 scenur. Ég legg hér með 2 skizzur sem ég bið þig að koma til
pabba því ég vil eiga þær, annað er „Hamlet“ Reinhardt „regie", þú sérð bæði að þar
hefur verið sleppt og að „sceneríið“ er gert einfaldar en höfundur krefst, sama má segja
um hitt „Faust“ „regie" Viktor Barnowsky.
Vertu svo blessaður og sæll
þinn nafni.“
Skissur þær, sem Indriði talar um í bréfinu, hafa því miður ekki fylgt bréfinu, enda
viðtakandinn eflaust komið þeim til Jens Waages, eins og um var beðið. Síðara bréfið til
Indriða Einarssonar er dagsett 20.4. 1923 í Sölleröd Sanatorium og fjallar að mestu um
væntanlega sviðsetningu á Dansinum í Hruna, sem Indriði yngri hefur þá verið farinn
að huga að.
21. Skírnir 1980, bls. 17-18.
22. Um þennan vanda hef ég rætt í flestum ritsmíðum mínum um fyrstu áratugi L.R-
Óprentuð ritgerð mín til fil. lic.-prófs, „Frán pedagogik till panegyrik - teaterkritiken i
Reykjavík 1890 till 1920 som historisk kalla om traditioner och estetiska normer i
skádespelarkonsten" fjallar, eins og heiti hennar bendir til, öll um hann. Sjá einnig Gen-
iet och vágvisaren, bls. 34-37 og Leyndarmál frú Stefaníu, bls. 180-183.