Andvari - 01.01.1998, Qupperneq 161
ANDVARI
UNDARLEG ANDVARAGREIN
159
Ég sé ekki hvernig framangreindar hugmyndir rithöfunda á 3. áratugnum
ættu að vera bókmenntaleg framúrstefna. Enda voru þær ekki einu sinni
nýjar í bókmenntum. Boðun sósíalisma og gagnrýni á þjóðfélagsstofnanir
svo sem kirkjuna urðu áberandi aldarþriðjungi fyrr, einkum í verkum
Stephans G. og Þorsteins Erlingssonar. En eigi nýjar hugmyndir að vera til
marks um bókmenntalega framúrstefnu, þá eru ekki efni til að gera veru-
legan greinarmun á skáldskap og t.d. blaðagreinum eða ritgerðum, þar sem
skipulegast og auðveldast er að setja fram hugmyndir. Við gætum rakið
okkur til baka í gegnum bókmenntasögu 19. og 18. aldar og talið upp bók-
menntaverk sem settu fram ný viðhorf; bindindistefnu, nýguðfræði, þjóð-
ernisstefnu, búauðgisstefnu, upplýsingarstefnu, o.s.frv. Það væri mjög vill-
andi að kalla þessi rit „framúrstefnuverk“, yfirleitt var þessi boðskapur
settur fram í hefðbundnu formi, til þess einmitt að hann næði umbúðalítið
til lesenda. Satt að segja man ég ekki til að hafa áður séð þá kenningu að
bókmenntaleg framúrstefna birtist í því hvaða hugmyndir séu fram settar í
bókmenntaverkinu, enda er það fráleit kenning. Hún byggist einfaldlega á
því frumstæða bókmenntaviðhorfi, sem því miður er útbreitt einnig meðal
bókmenntafræðinga á íslandi, að álíta hverskyns skrif hafa fyrst og fremst
þann tilgang að boða skoðanir og hugmyndir. En bókmenntaunnendur vita
að það er grundvallarmunur á þvílíkum skrifum og raunverulegum skáld-
verkum, sem orka alhliða á persónuleika lesenda, ekki síður á tilfinningu
þeirra fyrir hljómi, hljóðfalli, myndum og hvernig slíkir þættir fléttast sam-
an, en á rökhugsun þeirra. Því er lestur góðs skáldverks lífsreynsla, sem
erfitt er að gera sér grein fyrir röklega. Ég held að setja megi fram þá al-
mennu reglu, að því meir sem hugmyndaboðun drottnar í bókmenntaverki,
því minna sé skáldskapargildi þess.
II
Svo sem vera ber rekur Árni viðtökur sögunnar í ritdómum. Hitt nefnir
hann ekki, að þessi kenning um að skáldsaga Sigurjóns sé tímamótaverk, er
alls ekki ný. Hún kom fram í bókmenntasögu Stefáns Einarssonar (1961,
bls. 374):
En maðurinn sem fyrst gerði harða hríð að hinu forna skipulagi samkeppnisstefnunn-
ar var Sigurjón Jónsson (1888-) í tveggja binda skáldsögu (1922-24). En þótt Sigur-
jóni væri blóðug alvara, þá stóðst rit hans Bréfi til Láru (1924) eftir Þórberg ekki
snúning, svo það gleymdist í vitund alþýðu. [í enskri frumútgáfu rits Stefáns, 1948
sagði (bls. 207-11): „But the first to voice socialism in a fierce attack on the social
order was Sigurjón Jónsson in Silkikjólar og vaðmálsbuxur 1922 and Glæsimennska
1924“]