Andvari - 01.01.1998, Page 165
ÁRNI SIGURJÓNSSON
Athugasemd
Ritstjóri Andvara hefur gefið mér kost á að svara ritsmíð Arnar Ólafssonar
nokkrum orðum og þigg ég það, ekki síst vegna þess að mér þykir vont að
fólk úti í bæ sé ávítað fyrir það sem missagt kann að vera í ritgerðum mín-
um. Örn lætur sem ritstjórar Andvara og Skírnis eigi sök á meintum vit-
leysum í umræddri grein minni um Sigurjón Jónsson rithöfund (í Andvara
1996). Ég vil taka það skýrt fram, að enginn þeirra ágætu manna sem hafa
lesið yfir fyrir mig bækur og greinar verður kallaður til ábyrgðar fyrir það
sem þar stendur. Raunar vill svo til að dr. Jón Karl Helgason, sem las yfir
þessa tilteknu grein, tók sérstaklega fram að hann væri ekki sammála viss-
um atriðum í henni, og þeim mun frekar finn ég mig knúinn til að bera
hönd fyrir höfuð yfirlesurum almennt og honum sérstaklega.
Ég get líka nefnt, svo dæmi sé tekið, að ég fyrir mitt leyti ber enga
ábyrgð á skrifum Arnar Ólafssonar, þó að ég hafi lesið yfir fyrir hann
nokkrum sinnum, ábyrgðin er hans. Satt að segja stríðir það mjög gegn
hagsmunum fræðimanna ef greiðviknir yfirlesarar eru skammaðir fyrir það
lesmál sem þeir hafa þó reynt að bæta. Höfundurinn er jafnan ábyrgur, og
það er ég en hvorki Gunnar Stefánsson né Jón Karl Helgason sem ber
ábyrgð á þeirri skoðun minni að vert sé að athuga sögur Sigurjóns Jónsson-
ar í tengslum við upphaf nútímasagnagerðar á Islandi.
En víkjum nú að grein Arnar og þeirri kenningu hans að ég sé ritþjófur. I
upphaflegri grein minni um Sigurjón Jónsson stendur að „deiglan í bók-
menntum þriðja áratugarins birtist einna skýrast í sögum hans“. Pessa hug-
mynd segir Örn stolna frá Stefáni Einarssyni, af því að Stefán hafi sagt að
Sigurjón hafi fyrstur manna birt sjónarmið sósíalisma í grimmilegri árás á
þjóðskipulagið. Hér sýnist mér Örn rugla saman deiglunni og sósíalism-
anum; nema þá að Örn telji bókmenntadeigluna og sósíalismann eitt og hið
sama.
Mér finnst ósmekklegt hjá Erni að kalla sögur Sigurjóns Jónssonar
„maklega gleymdar“, og vitum við ekki nema rit hans sjálfs eigi eftir að
gleymast hraðar en rit Sigurjóns. Ekki finnst mér þó maklegt að bækur