Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 8

Andvari - 01.01.2001, Page 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI * Lýðræðið er það stjómarform sem allir telja það skásta, þrátt fyrir gallana á því. Einkenni á lýðfrjálsu landi er það að lýðurinn - almenningur - tekur ákvarðanir, kýs sér forustumenn til að framfylgja ákveðinni stefnu, veitir þeim umboð eða sviptir þá því eftir atvikum. En hér er um flókið mál að ræða. I andlegu lífi manna á sér stað stöðug barátta um stefnur og hugmynd- ir. Á einum tíma er þessi stefna ofan á, öðrum hin. Þá kemur upp krafa á hvem einstakling að „fylgjast með tímanum“ og líkt og í íþróttunum er skemmtilegast að vera í sigurliðinu, hver vill binda trúss sitt við stefnu og leiðtoga sem „í ljósi sögunnar“ hafa beðið ósigur? Nú lifum við þá tíma þegar hugsjónir fyrri tíðar eru lágt skrifaðar. Sagn- fræðingar keppast þannig um að gagnrýna þjóðemishyggjuna. Sá hugsunar- háttur getur farið út í öfgar og hættir til að leggja meira upp úr stjómarformi en inntaki, en þetta var þó sú stefna sem réð því að Islendingar kepptu að stjómarfarslegu sjálfstæði - og sigruðu af því að Danir höfðu skilning á rök- um þjóðemishyggjunnar. En hafi stjómarform verið mönnum of hugleikið fyrr er nú á tímum einkum horft til hreinnar nytjahyggju, þar sem efnahags- legur ávinningur er það eina sem máli skiptir. Fyrirmynd okkar núna er auð- vitað ekki feitur þjónn sem Arnas Ameus talar um í Islandsklukkunni, and- stætt hinum barða þræl, frekar sæll og saddur borgari sem ræður yfir digrum hlutabréfum. En því skyldi ekki gleyma að borgaralegt þjóðfélag byggist á að standa vörð um ákveðin lífsgildi sem borgaramir eiga sameiginlega. Það er að vísu gamall sannleikur að hver sé sjálfum sér næstur. En þeir sem kynntust kynslóðinni sem var ung á morgni síðustu aldar vita að í brjóstum margra fulltrúa hennar brann glóð samhjálpar og félagshyggju, - og engum myndi hafa dottið í hug að það hugtak yrði skammaryrði eins og í munni þeirra frjálshyggjumanna sem mestan svip setja á umræðuna um þessar mund- ir, gott ef hún tengist ekki forræðishyggju sem þykir hvað verst. En hér er um það að ræða að hefja sig yfir skammsýna eiginhagsmunastreitu, bindast sam- tökum um stefnumið sem koma öllum til góða. Þessa hugsun batt Matthías Jochumsson í hendingar þegar lifðu tvö ár nítjándu aldar, og þau urðu játning þeirrar kynslóðar sem þá kom fram á sviðið: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan; plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.