Andvari - 01.01.2001, Qupperneq 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
*
Lýðræðið er það stjómarform sem allir telja það skásta, þrátt fyrir gallana á
því. Einkenni á lýðfrjálsu landi er það að lýðurinn - almenningur - tekur
ákvarðanir, kýs sér forustumenn til að framfylgja ákveðinni stefnu, veitir
þeim umboð eða sviptir þá því eftir atvikum. En hér er um flókið mál að
ræða. I andlegu lífi manna á sér stað stöðug barátta um stefnur og hugmynd-
ir. Á einum tíma er þessi stefna ofan á, öðrum hin. Þá kemur upp krafa á
hvem einstakling að „fylgjast með tímanum“ og líkt og í íþróttunum er
skemmtilegast að vera í sigurliðinu, hver vill binda trúss sitt við stefnu og
leiðtoga sem „í ljósi sögunnar“ hafa beðið ósigur?
Nú lifum við þá tíma þegar hugsjónir fyrri tíðar eru lágt skrifaðar. Sagn-
fræðingar keppast þannig um að gagnrýna þjóðemishyggjuna. Sá hugsunar-
háttur getur farið út í öfgar og hættir til að leggja meira upp úr stjómarformi
en inntaki, en þetta var þó sú stefna sem réð því að Islendingar kepptu að
stjómarfarslegu sjálfstæði - og sigruðu af því að Danir höfðu skilning á rök-
um þjóðemishyggjunnar. En hafi stjómarform verið mönnum of hugleikið
fyrr er nú á tímum einkum horft til hreinnar nytjahyggju, þar sem efnahags-
legur ávinningur er það eina sem máli skiptir. Fyrirmynd okkar núna er auð-
vitað ekki feitur þjónn sem Arnas Ameus talar um í Islandsklukkunni, and-
stætt hinum barða þræl, frekar sæll og saddur borgari sem ræður yfir digrum
hlutabréfum. En því skyldi ekki gleyma að borgaralegt þjóðfélag byggist á að
standa vörð um ákveðin lífsgildi sem borgaramir eiga sameiginlega.
Það er að vísu gamall sannleikur að hver sé sjálfum sér næstur. En þeir sem
kynntust kynslóðinni sem var ung á morgni síðustu aldar vita að í brjóstum
margra fulltrúa hennar brann glóð samhjálpar og félagshyggju, - og engum
myndi hafa dottið í hug að það hugtak yrði skammaryrði eins og í munni
þeirra frjálshyggjumanna sem mestan svip setja á umræðuna um þessar mund-
ir, gott ef hún tengist ekki forræðishyggju sem þykir hvað verst. En hér er um
það að ræða að hefja sig yfir skammsýna eiginhagsmunastreitu, bindast sam-
tökum um stefnumið sem koma öllum til góða. Þessa hugsun batt Matthías
Jochumsson í hendingar þegar lifðu tvö ár nítjándu aldar, og þau urðu játning
þeirrar kynslóðar sem þá kom fram á sviðið:
Græðum saman mein og mein,
metumst ei við grannann,
fellum saman stein við stein,
styðjum hverjir annan;
plöntum, vökvum rein við rein,
ræktin skapar framann.
Hvað má höndin ein og ein?
Allir leggi saman!