Andvari - 01.01.2001, Side 46
44
SVERRIR JAKOBSSON
ANDVARI
Ekki þarf hins vegar að leita lengi að heimildum um málfar manna sem
komu lengra að, t.d. frá írlandi eins og Haraldur gilli: „Stirt var honum nor-
rænt mál, kylfði mjög til orðanna, og höfðu margir menn það mjög að spotti.“
Hann klæðir sig að hætti íra og hefur að öðru leyti „utanlandssiðu". Ekki er
það þó endilega neikvætt, eins og Sigurður Noregskonungur minnir Magnús
son sinn á: „Vissir þú það eigi fyrr að utanlandsmenn temja sig við aðrar
íþróttir en kýla drykk eða gera sig æran og ófæran og vita þá ekki til
manns?“79 Sagan er til vitnis um að gert var gys að útlendingum sem kunnu
illa málið, enda þótt ekki sé tekin afstaða með slíkum skoðunum. I Græn-
lendinga sögu er þekkt frásögn af Tyrki suðurmanni sem fann á sér af neyslu
vínberja. I ölæðinu gleymir hann norrænunni en „talaði þá fyrst lengi á þýsku
og skaut marga vega augunum og gretti sig, en þeir skildu eigi, hvað er hann
sagði.“80 Annars virðast útlendingar vera fljótir að tileinka sér mál norrænna
manna. I samfélagi þar sem mönnum þykir mállýskumunur ekki frásagnar-
verður hafa heldur ekki verið gerðar miklar kröfur til tungutaksins.
Almenna reglan er sú að útlendingar hafa aðra stöðu en utangarðsmenn. Þó
er ýmislegt sameiginlegt með sumum útlendingum sem koma fyrir í fornsög-
um og öðru fólki sem er einhvern veginn öðruvísi, stendur utan hópsins.
Jacques Le Goff hefur bent á nokkur sérkenni jaðarfólks, sem geta einnig átt
við útlendinga.81
I fyrsta lagi má nefna orðalag yfir jaðarmenn. Þeim er gjaman líkt við
skepnur af einhverju tagi. Þar er nærtækt að benda á berserkina Leikni og
Halla í Eyrbyggja sögu: ,,[Þ]eir gengu berserksgang og voru þá eigi í mann-
ligu eðli, er þeir voru reiðir, og fóru galnir sem hundar og óttuðust hvorki eld
né jám .,.“82 Það eru hins vegar ekki bara einhleypir útlendingar sem ganga
berserksgang. Mýramenn, Kveldúlfur, Skallagrímur og Egill voru forfeður
höfðingja og úlfúð þeirra er lýst af samúð í Egils sögu.
Hamskipti og tröllslegt útlit berserkjanna sænsku leiða hugann að því
hvort menn hafi gert sér grein fyrir kynþáttamun. Geirmundur heljarskinn og
Hámundur tvíburabróðir hans vom „báðir furðulega ljótir ásýnis. En þó réð
því stærstu um ófríðleika þeirra á að sjá, að engi maður þóttist hafa séð
dekkra skinn en á þessum sveinum var.“83 Sagan um heljarskinnin litlu gæti
þess vegna verið tilbúningur, komin til sem skýring á nafninu, og eru þá
vangaveltur um raunverulegan kynþátt þeirra óþarfar. Hins vegar má velta
því fyrir sér, hvort sagan af Geirmundi og ambáttarsyninum Ijósa, sem fyrst
í stað var haldinn fyrir konungsson, sé ekki til vitnis um tilhneigingu íslend-
inga til að gera lítið úr útlitsmun manna en halda þess í stað fram innri eig-
inleikum. Egill Skalla-Grímsson og Mýramenn áttu forfeður sem voru tröll
eða jötnar, tröllalandnámsmenn koma fyrir í ritum frá 14. öld á borð við
Bárðar sögu Snæfellsáss og menn gátu rakið ættir sínar aftur í gráa fomeskju.
I Haralds þætti Dofrafóstra og Kjalnesinga sögu eru tengsl fyrsta Noregskon-