Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 46

Andvari - 01.01.2001, Page 46
44 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI Ekki þarf hins vegar að leita lengi að heimildum um málfar manna sem komu lengra að, t.d. frá írlandi eins og Haraldur gilli: „Stirt var honum nor- rænt mál, kylfði mjög til orðanna, og höfðu margir menn það mjög að spotti.“ Hann klæðir sig að hætti íra og hefur að öðru leyti „utanlandssiðu". Ekki er það þó endilega neikvætt, eins og Sigurður Noregskonungur minnir Magnús son sinn á: „Vissir þú það eigi fyrr að utanlandsmenn temja sig við aðrar íþróttir en kýla drykk eða gera sig æran og ófæran og vita þá ekki til manns?“79 Sagan er til vitnis um að gert var gys að útlendingum sem kunnu illa málið, enda þótt ekki sé tekin afstaða með slíkum skoðunum. I Græn- lendinga sögu er þekkt frásögn af Tyrki suðurmanni sem fann á sér af neyslu vínberja. I ölæðinu gleymir hann norrænunni en „talaði þá fyrst lengi á þýsku og skaut marga vega augunum og gretti sig, en þeir skildu eigi, hvað er hann sagði.“80 Annars virðast útlendingar vera fljótir að tileinka sér mál norrænna manna. I samfélagi þar sem mönnum þykir mállýskumunur ekki frásagnar- verður hafa heldur ekki verið gerðar miklar kröfur til tungutaksins. Almenna reglan er sú að útlendingar hafa aðra stöðu en utangarðsmenn. Þó er ýmislegt sameiginlegt með sumum útlendingum sem koma fyrir í fornsög- um og öðru fólki sem er einhvern veginn öðruvísi, stendur utan hópsins. Jacques Le Goff hefur bent á nokkur sérkenni jaðarfólks, sem geta einnig átt við útlendinga.81 I fyrsta lagi má nefna orðalag yfir jaðarmenn. Þeim er gjaman líkt við skepnur af einhverju tagi. Þar er nærtækt að benda á berserkina Leikni og Halla í Eyrbyggja sögu: ,,[Þ]eir gengu berserksgang og voru þá eigi í mann- ligu eðli, er þeir voru reiðir, og fóru galnir sem hundar og óttuðust hvorki eld né jám .,.“82 Það eru hins vegar ekki bara einhleypir útlendingar sem ganga berserksgang. Mýramenn, Kveldúlfur, Skallagrímur og Egill voru forfeður höfðingja og úlfúð þeirra er lýst af samúð í Egils sögu. Hamskipti og tröllslegt útlit berserkjanna sænsku leiða hugann að því hvort menn hafi gert sér grein fyrir kynþáttamun. Geirmundur heljarskinn og Hámundur tvíburabróðir hans vom „báðir furðulega ljótir ásýnis. En þó réð því stærstu um ófríðleika þeirra á að sjá, að engi maður þóttist hafa séð dekkra skinn en á þessum sveinum var.“83 Sagan um heljarskinnin litlu gæti þess vegna verið tilbúningur, komin til sem skýring á nafninu, og eru þá vangaveltur um raunverulegan kynþátt þeirra óþarfar. Hins vegar má velta því fyrir sér, hvort sagan af Geirmundi og ambáttarsyninum Ijósa, sem fyrst í stað var haldinn fyrir konungsson, sé ekki til vitnis um tilhneigingu íslend- inga til að gera lítið úr útlitsmun manna en halda þess í stað fram innri eig- inleikum. Egill Skalla-Grímsson og Mýramenn áttu forfeður sem voru tröll eða jötnar, tröllalandnámsmenn koma fyrir í ritum frá 14. öld á borð við Bárðar sögu Snæfellsáss og menn gátu rakið ættir sínar aftur í gráa fomeskju. I Haralds þætti Dofrafóstra og Kjalnesinga sögu eru tengsl fyrsta Noregskon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.