Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 97
andvari
HÁSKÓLAKENNSLA GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
95
f
A vorönn 1878 tók Gísli fyrir upphaf sögulegra tíma á Norðurlöndum. A
haustönn s. á. hélt hann fyrirlestra um sögulegt baksvið Eddukvæða. Á vor-
°nn 1879 flutti hann yfirlit yfir uppruna og J>róun dróttkvæða. Á haustönn
1879 talaði hann um ákveðin tímabil í sögu Islands, á vorönn 1880 um nor-
ræna goðafræði, uppruna hennar og tengsl við goðafræði og sagnir eldri
nienningarþjóða. Á haustönn 1880 hélt Gfsli fyrirlestra um uppruna höfð-
lngja- og konungsvalds, þróun þess og hnignun á Norðurlöndum og á vorönn
1881 um danskar munnmælasagnir og tengsl þeirra við fornminjarannsókn-
Ir- A haustönn 1881 talaði hann um nafngiftina „dönsk tunga“ og aldur Eddu-
hvæða, og á vorönn 1882 um sögur af Völsungum og Niflungum eins og þær
hirtast í Eddukvæðum og bar þær saman við þýskar frásagnir. Á haustönn
1882 hélt Gísli fyrirlestra um elstu skáldin. Á vorönn 1883 um elstu þjóðir
Norðurlanda frá sögulegum tfma og skiptingu þeirra og styrjaldir, og jarls-
hgn, hersisvald og stöðu danskra aðalsmanna.
Þegar hér var komið sögu tóku veikindi að sækja að Gísla. Fyrirlestrar
hans síðustu misserin voru um einstaka þætti og persónur norrænnar sögu og
kvenhetjur í Eddukvæðum. Undir lokin valdi hann að tala um ástavísur Kor-
^náks Ögmundssonar.
Á haustönn 1886 fékk Gísli leyfi frá störfum vegna heilsubrests og næstu
misserin fékk hann samskonar leyfi af sömu ástæðu. Það síðasta var dagsett
september 1887 þar sem Gísla er leyft að fresta að flytja auglýsta fyrir-
lestra þar til heilsa hans leyfði. Batinn kom ekki og 29. maí 1888 var Gísli
®rynjúlfsson allur.
Konráð Gíslason hóf að skrifa Birni M. Ólsen daginn eftir og sagði svo
h'á f bréfinu: „Gísli Brynjúlfsson er nú nýdáinn af blóðspýju, en hafði verið
11 ferli og inni í Regensi daginn áður en hann andaðist. Eg hef kennt ósköp í
brJósti um hann seinustu árin. - Hann var fróður og minnisgóður og hafði, að
mér fannst, manna best vit á, hvað fallegt er og fallegast í fomum skáldskap"
IKG.: Bréf, 271).
Viðbcetir: Úr „Det filosofiske Fakultets Aarbog 1873-1888.
Tilstand og Virksomhed
el I ilosofiske Facultet har i dobbelt Retning erholdt en Forstærkelse, dels ved Ansættelse af
Stipendiar ved den Amamagnæanske Stiftelse, G. Brynjulfson som extraordinær Docent
j,, i islandsk Historie og Literatur (Aarbog 1873-75, 155).
askólaárið 1874, vorönn. Forelæsninger over et Afsnit af den nordiske Oldtidshistorie efter
islandske Kilder.
aastönn 1874 G. Brynjulfson, Docent, 1) Udsigt over den danske Erobring af England efter
islandske Kilder, 2 T., 15 Tilh. 2) Foredrag paa Islandsk over Islands politiske og lit-
erære Historie i forrige Aarhundrede, 1 T., 5 Tilh.