Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 135

Andvari - 01.01.2001, Side 135
ANDVARI ... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRÉTTIR 133 og við töluðum saman í vináttu við komumst sjaldan að niðurstöðu en við skildum að lífið væri mjög dásamlegt - tónninn er eins ólíkur og verða má. En Sigfús segir einnig í bréfinu til Jóns: „Ef Olafur hefði einhverja þekkingu á þessu þá mundi hann kannski geta frekar rakið spor einhverra annarra.“42 Athyglisverð orð. Og áskorun um að leita að þeim „sporum“. * Fas kvæðisins er mótað strax í fyrstu línu. Þar er lesandi ávarpaður svofelld- um orðum: „Ég hef viljað tala við yður, beiskjulaust og í trúnaði.“ Er hægt að rekja þennan hógværa en áleitna tón til einhvers annars skálds, eða finna hliðstæðu hans í kvæðum sem Sigfús sannanlega þekkti? Það kynni nú að reynast hæpið en þó er hann ekki alveg ólíkur tóninum í kvæði Brechts „Til hinna óbomu“, sem einnig er niðurlagskvæði bókar, þeas. Svendborger Gedichte, en þá bók eignaðist Sigfús árið 1946 og þýðing hans á kvæðinu birtist ellefu árum síðar. Tilefni kvæðanna og erindi er reyndar ólíkt. Ekki er fráleitt að nokkur líkindi séu með tóninum í lokaljóðinu og sumum kvæðum Þorpsins eftir Jón úr Vör, þó munurinn sé meiri en skyldleikinn. I The Waste Land er síterað hið fræga ávarp Baudelaires til lesanda síns: ‘You! hypocrite lecteur! - mon semblable, - mon frére!’ (sem Sverrir Hólmarsson þýðir svo: „Ó, skinhelgi lesandi, náungi minn og bróðir“). Þar er sumsé hliðstætt ávarp, en tónninn ólíkur. Öllu skyldari tón er hinsvegar að finna í kvæði Eliots „Gerontion": „I would meet you upon this honestly. / I that was near your heart was moved therefrom / To lose beauty in terror, terror in inquisition.“ Að nokkru leyti hliðstæð eru einnig kveðjukvæði Steins í Ferð án fyrirheits og Audens í Look, Stranger! Öll eru þessi líkindi þó of mjóslegin til að ætla megi að um bein áhrif sé að ræða þótt þau kunni að vera óbein - Sigfús þekkti öll þessi kvæði - og niðurstaðan hlýtur því að verða sú, að þennan tón hefur Sigfús sjálfur fund- ið. Eitt skáld er samt vert að nefna enn, þó hjá honum sé tæplega um beina hliðstæðu að ræða heldur, en það er Éluard. Um hann má segja að fas ljóða hans mótast mjög oft af viðræðu, stöðunni face áface, trúnaðarríkum fundi ljóðmælanda og viðmælanda. Og í ljóðum hans er birta, í þeim ríkir gjama hamingja og fögnuður yfir lífinu, orðfærið er einfalt og tært. Hér verða tekin tvö dæmi úr ljóðum hans; þau sýna vissan skyldleika við tón lokaljóðsins þó munurinn sé að öðru leyti mikill: Nous sommes face á face et rien ne nous est invisible Délire perpétuel nous nous sommes tout dit Et nous avons tout á nous dire (Ur „Une personnalité ..." í La rose publique)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.