Andvari - 01.01.2001, Síða 135
ANDVARI
... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRÉTTIR
133
og við töluðum saman í vináttu
við komumst sjaldan að niðurstöðu
en við skildum að lífið væri mjög dásamlegt
- tónninn er eins ólíkur og verða má. En Sigfús segir einnig í bréfinu til Jóns:
„Ef Olafur hefði einhverja þekkingu á þessu þá mundi hann kannski geta
frekar rakið spor einhverra annarra.“42 Athyglisverð orð. Og áskorun um að
leita að þeim „sporum“.
*
Fas kvæðisins er mótað strax í fyrstu línu. Þar er lesandi ávarpaður svofelld-
um orðum: „Ég hef viljað tala við yður, beiskjulaust og í trúnaði.“
Er hægt að rekja þennan hógværa en áleitna tón til einhvers annars skálds,
eða finna hliðstæðu hans í kvæðum sem Sigfús sannanlega þekkti? Það kynni
nú að reynast hæpið en þó er hann ekki alveg ólíkur tóninum í kvæði Brechts
„Til hinna óbomu“, sem einnig er niðurlagskvæði bókar, þeas. Svendborger
Gedichte, en þá bók eignaðist Sigfús árið 1946 og þýðing hans á kvæðinu
birtist ellefu árum síðar. Tilefni kvæðanna og erindi er reyndar ólíkt. Ekki er
fráleitt að nokkur líkindi séu með tóninum í lokaljóðinu og sumum kvæðum
Þorpsins eftir Jón úr Vör, þó munurinn sé meiri en skyldleikinn. I The Waste
Land er síterað hið fræga ávarp Baudelaires til lesanda síns: ‘You! hypocrite
lecteur! - mon semblable, - mon frére!’ (sem Sverrir Hólmarsson þýðir svo:
„Ó, skinhelgi lesandi, náungi minn og bróðir“). Þar er sumsé hliðstætt ávarp,
en tónninn ólíkur. Öllu skyldari tón er hinsvegar að finna í kvæði Eliots
„Gerontion": „I would meet you upon this honestly. / I that was near your
heart was moved therefrom / To lose beauty in terror, terror in inquisition.“
Að nokkru leyti hliðstæð eru einnig kveðjukvæði Steins í Ferð án fyrirheits
og Audens í Look, Stranger!
Öll eru þessi líkindi þó of mjóslegin til að ætla megi að um bein áhrif sé
að ræða þótt þau kunni að vera óbein - Sigfús þekkti öll þessi kvæði - og
niðurstaðan hlýtur því að verða sú, að þennan tón hefur Sigfús sjálfur fund-
ið. Eitt skáld er samt vert að nefna enn, þó hjá honum sé tæplega um beina
hliðstæðu að ræða heldur, en það er Éluard. Um hann má segja að fas ljóða
hans mótast mjög oft af viðræðu, stöðunni face áface, trúnaðarríkum fundi
ljóðmælanda og viðmælanda. Og í ljóðum hans er birta, í þeim ríkir gjama
hamingja og fögnuður yfir lífinu, orðfærið er einfalt og tært. Hér verða tekin
tvö dæmi úr ljóðum hans; þau sýna vissan skyldleika við tón lokaljóðsins þó
munurinn sé að öðru leyti mikill:
Nous sommes face á face et rien ne nous est invisible
Délire perpétuel nous nous sommes tout dit
Et nous avons tout á nous dire
(Ur „Une personnalité ..." í La rose publique)