Andvari - 01.01.2001, Síða 138
136
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
la condition humaine. Heimssýnin er að öllu leyti veraldleg; ljóðin fjalla um
líf manna í heimi nútímans sem er heimur breytinga, og því hlutskipti er
tekið fagnandi. Hin skilyrðislausa krafa Rimbauds um að vera samkvæmur
sínum tíma - II faut étre absolument moderne - er einnig krafa skáldsins til
sjálfs sín og annarra. Nærtækt virðist að sjá þematísk skil - sem duga mættu
til aldursgreiningar - milli ljóða þar sem maðurinn er óvirkur („svefngeng-
ill“ í nr. VI, fleytan í nr. IX „berst með straumi“, sum ástarljóðin) og hinna
þar sem áhersla er á hinn upprétta mann sem er óðfús að leita hins nýja.
Þeir sem hafa skrifað um skáldskap Sigfúsar hafa gjama látið svo ummælt
að myndmál væri fátæklegt í ljóðum hans. Er þá nærtækt að álykta að Sigfús
sé varla nógu ,módem‘. Það er nú það. Myndir í skáldskap, beinar myndir,
viðlrkingar, myndhverfingar hafa tíðkast í skáldskap frá alda öðli og hlutu
umfjöllun hjá Aristótelesi á 4. öld fyrir Krist. Hæpið er að tala um mynd-
hverfingar sem sérstakt einkenni og nánast samkenni nútímaljóða. Þær eru
tilaðmynda aðeins eitt atriði af um hálfum öðrum tug „stikkorða og flokka“
sem þýska skáldið Hans Magnus Enzensberger telur upp í grein sinni „Welt-
sprache der modemen Poesie“ til lýsingar á nútímaljóðum.48 Það vom eink-
um tveir skólar sem höfðu ,myndina‘ á stefnuskrá sinni á síðustu öld, ímag-
istar og súrrealistar. Með þeim fyrirvara sem gildir um allar alhæfingar má
segja að hinir fyrri hafi einkum lagt áherslu á knappar ljóðmyndir, ekki
óskyldar kínverskri og japanskri ljóðlist, og varla er fráleitt að segja að þeir
hafi litið á þær einkum sem áhrifamikið listbragð. Fyrir súrrealistum er
myndin hinsvegar annað og meira en listbragð, hún er beinlínis þekkingar-
tæki, tæki til að komast að nýjum sannleika um heiminn. Með því að steypa
saman ólíkum veruleikasviðum í eina mynd verður hún aðferð til að „endur-
meta alheiminn“, svo vitnað sé til orða Aragons frá súrrealistaárunum, og
súrrealisminn er með orðum sama skálds „taumlaus og ástríðufull notkun
vímugjafans myndaru í þessu skyni.49
Með þessum orðum er ég á engan hátt að gera því skóna að myndmál sé
ekki mikilvægt í nútímaskáldskap, það er það vissulega og Paul la Cour gerir
því tilaðmynda mjög hátt undir höfði í bók sinni, einungis halda því fram að
notkun þess ein og sér marki ekki skil milli nútímaljóða og hefðbundinna.
Reyndar er sérstök ástæða til að andæfa alhæfingum um nútímaskáldskap.
Þær minna allar á sögnina um Prókrústes sem bauð gestum sínum til svefns
í rúmi einu. Ef þeir voru lengri en rúmið hjó hann af þeim fætuma en teygði
í rétta lengd þá sem styttri voru. Alhæfing um nútímaljóð getur aldrei orðið
annað en slrkur Prókrústesbeður.
Það er alveg rétt að ekki er mikið um ,spenntar‘ myndlíkingar hjá Sigfúsi
af því tagi sem súrrealistar og þeir sem reru á svipuð mið tíðkuðu. Þó kemur
slíkt fyrir: