Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Síða 138

Andvari - 01.01.2001, Síða 138
136 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI la condition humaine. Heimssýnin er að öllu leyti veraldleg; ljóðin fjalla um líf manna í heimi nútímans sem er heimur breytinga, og því hlutskipti er tekið fagnandi. Hin skilyrðislausa krafa Rimbauds um að vera samkvæmur sínum tíma - II faut étre absolument moderne - er einnig krafa skáldsins til sjálfs sín og annarra. Nærtækt virðist að sjá þematísk skil - sem duga mættu til aldursgreiningar - milli ljóða þar sem maðurinn er óvirkur („svefngeng- ill“ í nr. VI, fleytan í nr. IX „berst með straumi“, sum ástarljóðin) og hinna þar sem áhersla er á hinn upprétta mann sem er óðfús að leita hins nýja. Þeir sem hafa skrifað um skáldskap Sigfúsar hafa gjama látið svo ummælt að myndmál væri fátæklegt í ljóðum hans. Er þá nærtækt að álykta að Sigfús sé varla nógu ,módem‘. Það er nú það. Myndir í skáldskap, beinar myndir, viðlrkingar, myndhverfingar hafa tíðkast í skáldskap frá alda öðli og hlutu umfjöllun hjá Aristótelesi á 4. öld fyrir Krist. Hæpið er að tala um mynd- hverfingar sem sérstakt einkenni og nánast samkenni nútímaljóða. Þær eru tilaðmynda aðeins eitt atriði af um hálfum öðrum tug „stikkorða og flokka“ sem þýska skáldið Hans Magnus Enzensberger telur upp í grein sinni „Welt- sprache der modemen Poesie“ til lýsingar á nútímaljóðum.48 Það vom eink- um tveir skólar sem höfðu ,myndina‘ á stefnuskrá sinni á síðustu öld, ímag- istar og súrrealistar. Með þeim fyrirvara sem gildir um allar alhæfingar má segja að hinir fyrri hafi einkum lagt áherslu á knappar ljóðmyndir, ekki óskyldar kínverskri og japanskri ljóðlist, og varla er fráleitt að segja að þeir hafi litið á þær einkum sem áhrifamikið listbragð. Fyrir súrrealistum er myndin hinsvegar annað og meira en listbragð, hún er beinlínis þekkingar- tæki, tæki til að komast að nýjum sannleika um heiminn. Með því að steypa saman ólíkum veruleikasviðum í eina mynd verður hún aðferð til að „endur- meta alheiminn“, svo vitnað sé til orða Aragons frá súrrealistaárunum, og súrrealisminn er með orðum sama skálds „taumlaus og ástríðufull notkun vímugjafans myndaru í þessu skyni.49 Með þessum orðum er ég á engan hátt að gera því skóna að myndmál sé ekki mikilvægt í nútímaskáldskap, það er það vissulega og Paul la Cour gerir því tilaðmynda mjög hátt undir höfði í bók sinni, einungis halda því fram að notkun þess ein og sér marki ekki skil milli nútímaljóða og hefðbundinna. Reyndar er sérstök ástæða til að andæfa alhæfingum um nútímaskáldskap. Þær minna allar á sögnina um Prókrústes sem bauð gestum sínum til svefns í rúmi einu. Ef þeir voru lengri en rúmið hjó hann af þeim fætuma en teygði í rétta lengd þá sem styttri voru. Alhæfing um nútímaljóð getur aldrei orðið annað en slrkur Prókrústesbeður. Það er alveg rétt að ekki er mikið um ,spenntar‘ myndlíkingar hjá Sigfúsi af því tagi sem súrrealistar og þeir sem reru á svipuð mið tíðkuðu. Þó kemur slíkt fyrir:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.