Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 161

Andvari - 01.01.2001, Page 161
ANDVARI „SAMFERÐAMENN MÍNIR MEGA FYLKJAST UM MIG OG HLÝÐA Á JÁTNINGAR MÍNAR“ 159 sama titilinum. Játningar Ágústínusar kirkjuföður (354-430) komu út í byrj- un fimmtu aldar (ritaðar á árunum 397—401) og Játningar Jean-Jaques Rousseau (1712-1778) komu út í tvennu lagi eftir andlát hans, nánar tiltekið 1781 og 1789 (höfundur lauk verkinu 1765). Verk Ágústínusar er talið marka upphaf hinnar trúarlegu játningasögu en verk Rousseau hins vegar upphaf hinnar veraldlegu sjálfsævisögu. Áhrif beggja verkanna á síðari tíma bók- menntir eru gríðarlega mikil og má í raun segja að með Játningunum (hér er átt við bæði verkin) verði til ákveðnar formgerðir sem sjálfsævisagnahöfund- ar tóku sér til fyrirmyndar næstu aldimar. Með Játningum sínum vildi Ágústínus gefa gott fordæmi; hann segir frá því hvemig hann frelsaðist til kristinnar trúar og lýsir leið sinni um villustigu trúleysis og rangrar breytni. Hann vill með verkinu verða öðrum til eftir- breytni og láta þannig gott af sér leiða í þágu trúarinnar. Öðrum þræði vill hann semja Guði lofgjörð, játa honum syndir sínar og lýsa yfir trú sinni. Samkvæmt því beinir hann máli sínu beint til Guðs. Verkið er að mörgu leyti frábrugðið sjálfsævisögum eins og við þekkjum þær í dag en engu að síður markar það tímamót og er umbyltingarkraftur þess fyrst og fremst talinn fel- ast í þeirri staðreynd að í verkinu megi í fyrsta sinn sjá innra líf höfundar gert að miðju og uppsprettu textans.1 Rousseau hafði önnur markmið í huga þegar hann hóf að festa ævi sína á blað. í inngangsorðum verksins áréttar hann að hann sé einstakur og engum öðrum líkur. Saga hans er því ekki dæmi um mannlega hegðun öðrum til eft- irbreytni heldur er hún þvert á móti einstök frásögn af einstökum manni skrifuð í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og mistúlkanir óvildarmanna hans og rétta hlut hans í samfélaginu. Verkið er varnarrit samið í þeim til- gangi að halda fram ákveðinni mynd af höfundinum handa eftirlifendum og ófæddum kynslóðum. Þetta kemur skýrt fram í upphafi verksins: Ég hef ákveðið að takast á hendur verkefni sem á sér ekkert fordæmi og sem mun, þegar því er lokið, ekki verða endurtekið. Tilgangur minn er að draga upp fyrir aðra menn mannlýsingu sem mun að öllu leyti bera sönnu eðli vitni, og maðurinn sem ég mun lýsa er ég sjálfur. Ég, einn. Ég þekki mitt eigið hjartalag og ég ber skynbragð á náunga minn. En ég er ólíkur öllum öðrum sem ég hef nokkum tíma hitt; ég fullyrði jafnvel að enginn mér líkur fyrirfinnist í allri veröldinni. Ég er kannski ekki betur gerður en hver annar, en að minnsta kosti er ég öðru vísi. Um það hvort náttúrunni fórst það vel eða illa úr hendi þegar hún felldi mig í það form sem hefur skapað mig verður aðeins hægt að dæma eftir lestur bókar minnar. Þegar blásið er í lúðra á dómsdegi mun ég stíga fram með þessa bók í hönd og mæta skapara mínum með þessum orðum: „Hér eru gjörðir mínar, það sem ég hugsaði, það sem ég var: Ég hef sagt frá hinu góða og hinu illa af sömu hreinskilni. Ég leyndi ekki því slæma og ég jók engu við það góða. Hafi ég fyrir einhverja tilviljun fært í stílinn eða fegrað líf mitt hefur það aðeins verið gjört til að fylla upp í eyður í minni mínu. Vera kann að ég hafí lýst einhverju sem staðreynd sem aðeins er byggt á líkum, en ég reyndi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.