Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 165

Andvari - 01.01.2001, Side 165
ANDVARI „SAMFERÐAMENN MÍNIR MEGA FYLKJAST UM MIG OG HLÝÐA Á JÁTNINGAR MÍNAR“ 163 er í íslenskum biskupasögum"9. í Hólaskóla þurfti Jón að þola háð og spott samnemenda sinna sem uppnefndu hann Maríu „vegna guðrækilegrar hegð- unar, en Jón segist heldur hafa viljað líða högg og slög en gefa sig í vondan selskap með skólapiltum“. Eiríkur Guðmundsson heldur áfram: Heilagur maður er í burðarliðnum, maður sem að fyrirmynd Agústínusar snýr baki við synd. Afhjúpun sjálfsins getur ekki farið fram án afneitunar. Séra Jón virðist þó staddur á einhvers konar tímamótum. I sögu hans er líkt og brjót- ist út bæling margra alda, um það bera kynórar og sjálfsmorðsþankar vitni. Jón segir frá því sem fyrri sjálfsævisöguhöfundar veigra sér við að nefna. Helgisagan verður honum það sem riddarasagan var Don Kíkóta tæpum tveim öldum fyrr, í senn veruleiki og snið, en um leið er ljóst að lífið er að brjótast úr viðjum fyrirmyndar; leifar hennar fleyga texta sögulegrar og sálfræðilegrar sjálfsveru. Jón er maður af holdi og blóði sem berst um á hæl og hnakka innan helgisögusniðsins. Hann er lifandi þversögn: annars vegar er hann píslarvottur sem sér hótfyndna lastara og öfundarmenn á hverjum bæ, maður sem sæk- ist eftir ódauðleika heilagleikans; hins vegar er hann þrásækin sjálfsvera sem þráir sál- arfrið fremur en sjálfsupphafningu og tengsl við annan heim, sáluhjálp sem felst í þokkalegri geðheilsu. [...] Segja má að lífsskoðun séra Jóns eigi sér rætur í heimsmynd sautjándu aldar á sama tíma og sjálfslýsing hans vísar fram til þeirrar nítjándu. Manneskjan eins og við þekkj- um hana er að brjótast undan fargi lögmáls og hefðar. Jón Steingrímsson er á mörkum endurtekningar og „frumleika“, á mörkum þess að vera endurtekning annarra sjálfa og algjörlega nýr, sögulegt sjálf, einstakt og án fyrirrennara. Sem slíkur er hann mikill tíð- indamaður íslenskrar bókmenntasögu.10 Eiríkur Guðmundsson telur að sjá megi fæðingu hinnar fslensku sjálfsævi- sögu í sögu séra Jóns Steingrímssonar sem hann skrifar á síðustu áratugum átjándu aldar. Nítjándu og tuttugustu öld mætti síðan kalla blómaskeið íslensku sjálfsævisögunnar." Þá kemst bókmenntagreinin til nokkurs þroska og ber æ meira á sögum sem ritaðar eru inn í þá formgerð sem Rousseau skapaði. Hér er ekki rúm til að nefna nema örfá verk, eða þau sem helstu tíð- indum sæta. Á fyrri hluta tuttugustu aldar komu út tvær sjálfsævisögur sem telja verður meðal sígildra verka bókmenntategundarinnar og hafa báðar vafalítið haft mikil áhrif á þróun hennar síðar. Hér er um að ræða Dœgradvöl Benedikts Gröndals (1826-1907) sem kom fyrst út árið 1923 og Sögukaflar afsjálfum mér eftir Matthías Jochumsson (1835-1920) sem gefin var út 1922 í ritstýrðri útgáfu sonar hans, Steingríms Matthíassonar. Sú fyrrnefnda hefur verið kölluð „ein merkilegasta og opinskáasta sjálfslýsing 19. aldar“ (hún er rituð á árunum 1893-1894 og 1904-1905) og þykir á margan hátt nútíma- legri en ýmsar síðari tíma sögur „... því í henni birtist okkur maður sem var einn og margur í senn auk þess sem viðtekin sannindi eru stöðugt dregin í efa.“ 12 Kannski má sjá rætur „skáldævisögunnar“ svonefndu í þessu verki Benedikts en það tilbrigði af sjálfsævisögu birtist síðan fullskapað í sjálfs- ævisögulegum verkum Þórbergs Þórðarsonar á fyrri hluta tuttugustu aldar og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.