Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 167

Andvari - 01.01.2001, Side 167
ANDVARI „SAMFERÐAMENN MÍNIR MEGA FYLKJAST UM MIG OG HLÝÐA Á JÁTNINGAR MÍNAR“ 165 Lokaorð tilvitnunarinnar eru frá Matthíasi sjálfum og í þeim kristallast sá vandi sem hann átti við að glíma og um leið sá vandi sem allir þeir sem hyggjast gera grein fyrir ævi sinni á bók hljóta að standa frammi fyrir. En þeir eru í minnihluta höfundamir sem draga þennan vanda fram í verkinu um leið og þeir reyna að sigrast á honum. IV Allar þær sögur sem nefndar hafa verið hér að framan eru verk karlmanna og þegar litið er á þróun sjálfsævisagnaritunar kvenna blasir að sjálfsögðu nokk- uð önnur mynd við. A síðustu áratugum hafa rannsóknir á sjálfsævisögum kvenna færst mjög í vöxt erlendis og hér á landi hafa nýlega komið út tvær fræðibækur sem lúta sérstaklega að þessu umfjöllunarefni. Arið 1997 gaf Ragnhildur Richter út bókina Lafað í röndinni á mannfélaginu. Um sjálfs- œvisögur kvenna20, þar sem hún fjallar um fyrstu sjálfsævisögur íslenskra kvenna. Ári síðar kom út bók Sigþrúðar Gunnarsdóttur Fjósakona fór út í heim þar sem meðal annars er fjallað um sjálfsævisagnahefð kvenna þótt meginumfjöllunarefnið séu ferðabækur Önnu frá Moldnúpi. Þær Ragnhildur og Sigþrúður benda báðar á að sjálfsævisögur kvenna falli illa að þeim skil- greiningum á bókmenntagreininni sem ég hef rakið hér að framan. Hefð- bundnar skilgreiningar miðast við verk karlmanna, hvort sem um er að ræða sjálfsævisögur eða aðrar bókmenntategundir. Ragnhildur bendir á að sjálfs- ævisögur kvenna hafi staðið utan rannsóknarsögu fræðimanna á bókmennta- greininni lengi vel og Sigþrúður orðar það þannig: Sjálfsævisöguleg skrif kvenna sem féllu ekki að skilgreiningunni voru ekki talin sjálfs- ævisögur. [...] Sýnt hefur verið fram á að konur tjá sjálf sitt og segja frá lífi sínu með allt öðrum hætti en hefðin gerir ráð fyrir og því er þörf á nýjum skilgreiningum á hefð- inni, nýjum og víðari ramma utan um bókmenntagreinina.21 Fyrsta þekkta sjálfsævisagan eftir konu er saga heilagrar Teresu (1515- 1582), sem var nunna af reglu Karmelítasystra og skrifaði nokkur verk um trúarlega köllun sína og kristilegt starf sitt og sýnir. Fleiri sjálfsævisögur kvenna hafa varðveist frá sautjándu og átjándu öld og er yfirleitt um trúar- legar frásagnir að ræða. Vera kann að formgerð Játninga Ágústínusar sé þessum kvenhöfundum að einhverju leyti fyrirmynd og ekki er ólíklegt að á meðan konurnar héldu sig við trúarleg efni hafi ekki verið amast við skrifum þeirra. Fyrsta sjálfsævisaga íslenskrar konu, Frá myrkri til Ijóss eftir Ólafíu Jóhannsdóttur, sem kom út árið 1925 er skrifuð inn í þessa hefð. Saga Ólafíu er fyrst og fremst frásögn af trúarlegri reynslu og frelsun. Ólafía fjallar um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.