Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Síða 111

Andvari - 01.01.2007, Síða 111
andvari AÐ ENDURSKAPA EINSTAKLING 109 Matthías aðhylltist lífið út frjálsan kristindóm í anda Channings [William Ellery (1780-1842) bandarískur únitari] og Schleiermachers [Friedrich D. E (1768-1834) prófessor í Berlín einn af upphafsmönnum nýrétttrúnaðar 19. aldar]. Biblíuna taldi hann dýrmætustu bók fornaldarinnar, fulla af fögrum dæmum um háfleygustu speki, en „mannaverk“. Undir lokin á lífi sínu segist hann bundnari við gömlu guðfræðina en margir haldi því trúin á guðdómleik hins upprisna sé forsenda kirkjulegs kristindóms. Honum nægði hvorki nýja guðfræðin þýska né enski únítarisminn, yngri „könnuðir trúfræðinnar" hafi ekki náð að verða lærifeður hans. Nýguðfræðina fannst honum vanta „sál, sannfæringu og heilagan anda“, en þó væri hún nauðsynlegt upphaf endurskoðunar sem ætti eftir að verða verk margra kynslóða. Matthías trúði á „eitthvert framhald lífs vors og meðvitundar og vonaðist eftir stoð fyrir „vorn hruma kristindóm“ í hreyfingu spíritismans en vildi þó ráða til varúðar með dulræn efni.54 Hér er látið að því liggja að hjá sr. Matthíasi hafi fléttast saman ný og gömul guðfræði, að hann hafi haldið í það gamla og treyst því en bundið vonir við hið nýja þótt hann teldi margt mega að því finna. í þessu þarf ekki að gæta lífsuppgjörs gamals manns sem snúið hefur baki við flestu sem á fjörurnar hefur rekið á langri ævi og horfið aftur til upphafsins. Það er líklegra að nýja °g gamla guðfræðin hafi á flestum skeiðum ævinnar lifað hlið við hlið í hug °g hjarta sr. Matthíasar í skáldlegu flæði og það hafi öðru fremur valdið þeirri tilfinningalegu spennu sem virðist mega lesa út úr guðfræði hans á tímabilum. Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst að sr. Matthías lifði og hrærðist í deiglu samtíðar sinnar þegar trú og vísindi tókust á og helstu hugsuðir kristn- innar glímdu við þá spurningu hvernig trúararfinum yrði best borgið til nýrrar aldar. Sú spurning verður óneitanlega ágeng hvort sr. Matthías hafi gengið til þeirrar glímu af kaldri rökhugsun fræðimanns sem yfirvegað tók afstöðu til stefna og strauma samtíma síns eða hvort finna megi hjá honum sama grunn- tón og í skáldskapnum. Margt bendir til þess að svo hafi verið. Dr. Gunnar Kristjánsson hefur t.d. bent á að sr. Matthías hafi „sem listamaður leitast ... við að búa manninum athvarf í háskalegum heimi“ hvort sem var í kveðskap sínum eða guðfræði.55 Sigurður Nordal prófessor er inni á svipuðum brautum þegar hann segir að trú sr. Matthíasar verði ekki skilin „nema í sambandi við naannúð hans“.56 Trúarleg leit sr. Matthíasar sem stöðugt beindist að einfald- leika - hinu einfalda og þar með sanna - kann því fremur að hafa verið frjálst flæði tilfinninga sem beindist að hinu mannlega í öllum þess myndum en afleiðing rökrænnar fræðilegrar greiningar.57 Er hér litið svo á að skýringuna a trúarlegu frjálslyndi sr. Matthíasar sé að finna í persónuleika hans og til- finningalífi. Kann mótun í æsku að hafa ráðið þar miklu um. Sjálfur segir hann að for- eldrar sínir hafi verið „guðhrædd og trúrækin“ en þó „bæði frjálsari og skyn- Samari í trúarskoðunum heldur en þá var títt“. Hafi þau einkum litið á Gamla testamentið sem safn ólíkra bóka, misáreiðanlegra og með misjafna „andlega
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.