Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2008, Side 60

Andvari - 01.01.2008, Side 60
58 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI Verkið var yfirgripsmikið og Bjarni hófst þegar handa. Árið 1969 gaf hann út bók er nefnist Suðri I. Þœttir úr framfarasögu Sunnlendinga frá Lómagnúp til Hellisheiðar. Þó að samþykktin frá 1961 gerði aðeins ráð fyrir söfnun heimilda sem síðar biðu útgáfu ákvað Bjarni að stefna að henni jafnóðum. Hann leitaði til sérfróðra manna á hverju sviði og bað þá að skrifa um tiltekin efni þannig að ritgerðin yrði að mestu eða öllu leyti fullgerð sem handrit til prent- unar. Önnur vinnubrögð komu ekki til tals. Söfnun heimilda, sem síðar yrðu vistaðar í lokuðum hirzlum unz stjórn kaupfélagsins fengi áhuga á að kosta mann til að vinna úr heimildasneplum, var óhugsandi.102 Þessi afdráttarlausa yfirlýsing Bjarna skýrist af því að kaupfélagsstjórn- in taldi ekki tímabært að hefja útgáfu þegar til átti að taka og Bjarni hafði tilbúið efni í 25 arka bók í skírnisbroti. Taldi stjórnin að honum hefði aðeins verið falið að safna heimildum. Bjarni sætti sig að vonum ekki við þau málalok og vann að því við stjórnina að hún léti hlutlaust þótt hann gæfi út eina bók. Síðan réðst hann í að semja á eigin ábyrgð og eigin kostnað um útgáfuna með það fyrir augum að stjórnin gæti gengið inn í þann samning ef hún vildi. Ég tilkynnti síðan stjórninni á stjórnarfundi að prentun væri hafin og að ekki yrði aftur snúið, og var það bókað. ... Á vinsamlegan hátt lét stjórnin þetta gott heita.103 Með hliðsjón af fyrri afrekum Bjarna, þ.á m. myndun menntaskólans 1947-1953, verður varla annað sagt en að hér sé hann lifandi kominn: Kaupfélagsstjórnin leggur ekki í útgáfu af ótta við fjárhagstap en er bundin af samþykkt sem gerð hafði verið í minningu Egils Thoraren- sens nýlátins, af einlægum áhuga á vegsemd hans. Samþykktin ber með sér eftirsjá og aðdáun á hinum mikilhæfa forystumanni. I henni var hins vegar lögð áhersla á söfnun heimilda en útgáfa mátti bíða! Bjarni fór sínu fram eins og fyrri daginn og á eigin ábyrgð. Og enn reyndist hann sannspár: Suðri I seldist svo vel að ári seinna voru aðeins fá eintök til í kaupfélögunum austan fjalls og næsta bindi, Suðri II, nærri fullprentað þegar Bjarni féll frá 2. ágúst 1970. Hann hafði þá þegar safnað miklu efni og skrifað greinar sem hann hafði viljað láta bíða síðari binda verksins. Lokabindið, Suðri III, kom svo út 1975. Þorkell sonur Bjarna ritaði formála þess, aðstoð við útgáfuna veittu þeir Helgi Geirsson kennari á Laugarvatni og Ólafur Halldórsson handritafræðingur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.