Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2008, Page 86

Andvari - 01.01.2008, Page 86
84 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI vera“. Marcel heldur því fram að maðurinn forðist tilvistarspurningar sínar með því að einbeita sér að þeim viðfangsefnum sem hann ræður við, hann veit betur hvað hann á en hvað hann er, hann freistast til að skilgreina sjálfan sig og tilvist sína út frá eigum sínum en síður út frá veru sinni. „Hvað á ég?“ er spurning sem oft er sett til höfuðs spurningunni „hvað er ég?“. Þetta er ein hliðin af mörgum sem sýna að maðurinn forðast að takast á við spurn- ingar sem eru eftir allt saman knýjandi í vitund hans og sem hann þráir að fá svör við en treystir sér ekki til að glíma við vegna þess að hann býst ekki við neinu svari. Hann forðast leyndardóminn að baki tilvistinni í heild en einhendir sér í að leysa einstök áþreifanleg vandamál. Astæðan er þó ekki sú að hann hafi ekki vitund um „handanlægni“ í lífinu, að lífið hafi tilgang. Hann hefur grun um að svo sé, grunurinn byggist m.a. á því að líf mannsins er borið uppi af voninni, af ástinni, af draumum og ýmsum öðrum hugtökum sem eiga sér rætur í óskilgreinanlegum leyndardómi sem maðurinn hefur ekki aðgang að og þekkir ekki til hlítar - en án hans er líf hans snautt og firrt tilgangi. Ein afleiðingin er sem sagt sú að maðurinn einbeitir sér að því sem hann ræður við, að leysa vandamál líðandi stundar. En hann getur einnig fyllst reiði yfir því að ráða ekki við þær sterku tilfinningar sem bærast innra með honum og þá sterku vitund sem öðru hvoru blossar upp að lífið hafi tilgang og í þeim leyndardómi sem hann hefur hugboð um sé svarið að finna. Það er ekki aðeins efinn sem vaknar heldur einnig reiðin, steyttur hnefinn sem merkir: það er ekkert til. Hugrekki guðleysisins verður dyggð og leið til að þagga niður hinar óþægilegu spurningar sem vakna sífellt að nýju. Hinn persónulegi tónn í ljóðum Steins á ekki hvað síst rætur sínar að rekja til þess hugrekkis sem þau bera vitni um, þar er óneitanlega hugrekki til að takast á við tilvistarspurningar mannsins og í því hugrekki er ekki hvað síst að finna aðdráttarafl ljóðanna. Hugrekkið snýst ekki aðeins um að hafna allri „hand- anlægni“ í tilvist mannsins heldur einnig í hinu gagnstæða: að velja hinn kostinn og taka áhættu trúarinnar, „stökkið til trúarinnar“ (Kierkegaard). Skáld sem býr sér hvílu í eilífðinni hlýtur að þekkja báða þessa kosti af eigin raun. í ljóðum Steins er hvort tveggja að finna, annars vegar sterka afneitun á tilgangi lífsins en hins vegar sterka vitund um að lífið sé borið uppi að leynd- ardómi, af von, draumum og ást. í „Stiganum“ (Rauður loginn brann 1934) lýkur hugleiðingum ljóðsins um stigann með samanburði við lífið sjálft: Svona undarlegur er þessi stigi, ... eins og lífið sjálft, eins og veruleikinn bak við veruleikann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.