Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2008, Side 100

Andvari - 01.01.2008, Side 100
98 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ANDVARI hugsanlega í snertingu við. Kannski var hann að víkja að þessari nafngift með glott undir tönn í skopkvæðinu Mannkynssaga handa byrjendum sem hefst á línunum: Undan ferðamannsins fæti valt steinn úr stað og steininn hélt áfram að velta, veiztu það? {Kvœdasafn og greinar, bls 201) Tildrög þess að Aðalsteinn Kristmundsson tók sér þetta sérkennilega nafn eru hvergi rædd í ævisögu Steins eftir Gylfa Gröndal né heldur bók Sigfúsar Daðasonar um Stein, Maðurinn og skáldið. Hins vegar kemur það fram hjá Gylfa að Steinn hafi byrjað að yrkja fyrir alvöru þegar hann bjó í Grindavík árið 1930 og barðist þar við að hafa í sig og á af veikum mætti. Það kemur líka fram hjá Gylfa að árið 1932 hafi í fyrsta sinn birst ljóð á prenti undir nafninu Steinn Steinarr. Að sögn Tómasar Þorvaldssonar heimildamanns Gylfa var faðir Steins Kristmundur Guðmundsson samtíða Steini í Grindavík á þessum árum og segir Tómas að ekki hafi verið kært með þeim feðgum.8 Það má leiða að því getum að endurnýjuð kynnin af föðurnum fjarverandi hafi hvatt unga manninn til að hætta að kenna sig við hann en kenna sig heldur við sjálfan sig, eða öllu heldur þann eiginleika sinn sem hann taldi sig þurfa helst á að halda við eigin endursköpun: hann hafi viljað hleypa í sig hörku. Og ekki veitti af: Hann átti í vændum að kveðast á við fjandann. V Steinn Steinarr hefur löngum verið nokkurs konar persónugervingur ljóðbylt- ingarinnar sem hér varð um miðbik 20. aldarinnar, þegar rím og stuðlar og hefðbundin hrynjandi véku og aðrar ljóðrænar eigindir voru settar í öndvegi.9 Það kann að vera umdeilanlegt, þó ekki væri nema fyrir þá sök að ljóðaflokk- urinn Tíminn og vatnið - helsta móderna verk hans - er að mestu rímaðar og stuðlaðar tersínur hlaðnar samlíkingum af því tagi sem Einar Bragi úthýsti úr nútímaskáldskap í frægum ritdómi um Sjödægru10. A hinn bóginn var það Steinn sem gaf út sjálft dánarvottorð hins hefðbundna ljóðforms í viðtali við Steingrím Sigurðsson í Lífi og list.n Og um hann sagði Sveinn Skorri Höskuldssson prófessor í íslenskum nútímabókmenntum í bók sinni um þessa ljóðbyltingu að stærð Steins sé þvílík í íslenskum bókmenntum síðustu áratuga, „að segja megi að hann hafi í raun og veru bæði hafið og lokið því fyrirbæri, sem oft er kallað formbylting ljóðsins á Islandi.“ 12 Og einn af hinum róttækari byltingarmönnum og aðdáendum Steins, Hannes Sigfússon skáld sagði í viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur í Tímariti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.