Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2008, Side 121

Andvari - 01.01.2008, Side 121
andvari LANDFLUTNINGAR 115 (88) og segir ennfremur: „Hann var Múhameð íslands, kallaður til að flytja heiminum nýtt Islam: ísland. Náttúru þess og líf, og stærð þess og smæð“ (87).15 Hér er komin góð myndræn útlistun á því hvernig málarar á borð við Kjarval „flytja“ þjóðinni/heiminum ekki aðeins nýja sýn (sem að einhverju leyti er tilkomin vegna framandi áhrifa), heldur einnig landið sjálft (náttúru þess og líf) í formi myndverka. Þingvallamyndir Kjarvals bera þannig með sér „jarðbundna“ tjáningu og liti og í þeim er nánast sem merking verksins sé fólgin í jörðinni sjálfri. Málverkin - landslagið - öðlast svo nýjar merkingarvíddir í borgaralegu stofusamhengi sínu, ekki síst þegar sýn til Þingvalla opnast frá Reykjavík. Eins og sjá má á myndunum hér að framan var þegar fyrir miðja öld tekið að flytja náttúruna ötullega til höfuðstaðarins, sem var í reynd ný íslensk menningarmiðja. Það tekur Reykjavík að vísu nokkurn tíma að taka við hlutverki Kaupmannahafnar, sem verið hafði höfuðborg nýlendunnar um aldir, og jafnframt að mynda ígildi þess virka innlenda menningarkerfis sem hafði verið dreift um sveitir lands- ins og margir litu á sem lífæð þjóðarinnar. Vert er að minna á að sumir helstu menningarfrömuðir landsins, sem sótt höfðu menntun sína til erlendra borga, menn eins og Sigurður Nordal og Guðmundur Finnbogason, töldu brýnt að varðveita og hlúa að menningarstarfseminni í hinum dreifðu byggðum lands- ins. Síðar varð Jónas Jónsson frá Hriflu ötulasti talsmaður þessa sjónarmiðs. Mikill meirihluti þeirra listamanna og rithöfunda sem settust að í Reykjavík og áttu þátt í að gera hana að leiðandi menningarstað landsins, voru fæddir og uppaldir í dreifbýlinu og greiddu landsbyggðinni og náttúru landsins iðulega nkulegan fæðingartoll í verkum sínum. Þó örlaði einnig snemma á gagnrýnu viðhorfi til þessarar hreinu og tæru sýnar út til landsins, til dæmis hjá Þórbergi Þórðarsyni, sem var þó sveitastrákur úr Suðursveit og hafði ekki átt auðvelt uppdráttar á fyrstu árum sínum í höfuðstaðnum. í Bréfi til Láru (1924) segir hann frá ákalli nátt- úrunnar þar sem hann er staddur á fallegum stað við Breiðafjörðinn; „hafið himinblátt, alsett eyjum og vogum, - helgi og fegurð svo langt sem auga eygir.“ Hann spyr: „Hvar er ég? Er ég kominn suður á Ítalíu? Er þetta hið himinbláa Miðjarðarhaf, sem Davíð Stefánsson kvað um pervisalegt kvæði?“ í stað „hreinnar“ samsemdar við staðinn erum við þannig látin sjá hann úr landfræðilegri og kaldhæðinni bókmenntafjarvídd. Svo segir, sem frægt er: »Eg settist niður í skógarrunn og skeit. Á setum sínum kemst maður í andlegt samfélag við náttúruna. - Hver andskotinn! Að baki mér krunkar kviðfullur hrafn um heimilisiðnað og horfelli. „íslensk bændamenning,“ tautaði ég og girti brækur mína í fússi,“16 Þetta þótti mörgum hneykslanlegt athæfi, að færa mannlega náttúru út í náttúruna á þennan hátt. Nú er þetta nokkuð sem löngum hefur tíðkast, eink- um á ferðalögum áður fyrr, en að tilgreina athæfið í bókmenntaverki virðist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.