Andvari - 01.01.1950, Qupperneq 12
8
Jón Guðnason
ANDVARI
menni, sönghneigður og söngmaður góður, glaðlyndur, en skap-
stilltur og orðvar, svo að af bar.
III.
Llin þær rnundir er Ölalur Pétursson var að hverfa úr þjón-
ustu Ólafs stiftamtmanns og gerast bóndi, kemur til sögunnar á
Álftanesi syðra ungur maður, sem örlögin höfðu ætlað mikla
velgengni og frama. Má urn margt líkja honum við Ólaf á Kala-
stöðum. Þessi ungi maður hét Jón Daníelsson, bónda á Hausa-
stöðum, Erlendssonar á Hausastöðum, Eyvindssonar í Arabæ í
Gaulverjabæjarhreppi, sem var fjórði rnaður í karllegg frá síra
Ólafi Tómassyni, er hélt Háls í Fnjóskadal í rúm 50 ár og lézt
1628. Kona Daníels og rnóðir Jóns var Guðríður Jónsdóttir, bónda
á Spóastöðum í Biskupstungum, fyrr á Víðivöllum í Blöndu-
hlíð, Guðmundssonar á Ulfsstöðum í Blönduhlíð, Gíslasonar á
Silfrastöðum, Eiríkssonar lögréttumanns í Djúpadal, Magnússon-
ar lögrm., Björnssonar prófasts á Melstað, Jónssonar biskups á
Hólum, Arasonar. Kona Jóns á Spóastöðum, móðir Guðríðar, var
Vigdís Jónsdóttir, prests á Torfastöðum, Gíslasonar úr Svefneyj-
um, Jónssonar á Fróðá, Halldórssonar. En Gísli í Svefneyjum átti
Ingibjörgu Arngrímsdóttur hins lærða, prófasts og officialis á
Melstað, Jónssonar.
Jón Daníelsson kvæntist Sigríði Magnúsdóttur, hónda í Hlíð
á Álftanesi Bragasonar, og Margrétar Pétursdóttur af Melshúsa-
ætt á Álftanesi. Fluttust þau Jón og Sigríður suður á Vatnsleysu-
strönd og bjuggu þar, í Stóru-Vogum, um hálfa öld. Gerðist Jón
hinn rnesti framkvæmdamaður, formaður á skipi sínu, gildur
bóndi og vellauðugur. Þótti eigi einleikið um velgengni hans,
og eignaði þjóðtrúin það mökum hans við huldar vættir, eins
og lesa má um í þjóðsögum Jón Árnasonar. En hitt mun sönnu
nær, að þar hafi honurn bezt gagnað eigið hyggjuvit, atorka og
forsjá, ásamt ágætum hæfileikum til sjómennsku og skipstjórnar.
Fyrir framkvæmdir sínar var hann sæmdur heiðursmerki danne-