Andvari - 01.01.1950, Side 13
ANDVAni
9
Páll Eggert Ólason
ljrogsnianna. Jón Daníelsson andaðist 16. nóv. 1855, hálfníræð-
ur> og hafði þá verið blindur í 16 ár. Kona hans lézt 9 árum
fyrr, 2. ágúst 1846.
Meðal barna Jóns' Daníelssonar og Sigríðar Magnúsdóttur
Var Magnús, er bjó eftir löður sinn í Stóru-Vogum og nefndi
S1g Waage, fyrstur þeirra ættmanna. Varð hann hinn mesti af-
reksmaður sem faðir hans. Ungur nam hann siglingafræði og
síðan stórskipasmíði í Danmörku. Talið er, að hann hafi alls
smíðað um 100 báta, en þilskip smíðaði hann fyrir föður sinn
°g annan útvegsbónda þar syðra, skömmu eftir heimkomuna frá
Danmörku. Þótti slík framkvæmd miklum tíðindum sæta, svo
lágæt sem hún var á þeim tíma. Getur Espólín þessa í árbókum
sinunr og bætir við: „Og margur frami jókst þá Islendingum, þó
margt þætti þungt“. — Kona Magnúsar var Guðrún Eggerts-
dóttir, prófasts í Reykholti, Guðmundssonar, fangahússráðsmanns,
Tigfússonar, og er sá karlleggur auðrakinn til Lofts ríka Gutt-
ormssonar og Skarðverja hinna fornu. Móðir Eggerts prófasts
var Guðrún Þorbjarnardóttir hins auðga í Skildinganesi Bjarna-
sonar, en þaðan er beinn karlleggur til Páls sýslumanns á Skarði
Jónssonar, er átti Solveigu Björnsdóttur hins rílca, hirðstjóra,
^orleifssonar. Kona Eggerts prófasts og móðir Guðrúnar í Stóru-
Voguni var Guðrún Bogadóttir úr Hrappsey, Benediktssonar, og
síðustu konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, prófasts í Stafholti, Jóns-
sonar yngra, sýslumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar. Seinni kona
Jóns prófasts og rnóðir Sigríðar var Ragnheiður Gísladóttir í
1 ávahlíð, Jónssonar biskups á Hólum (Bauka-Jóns) Vigfússonar,
en kona Jóns biskups var Guðríður Þórðardóttir frá Hítardal,
otturdóttir Árna lögmanns Oddssonar. Alsystkin Sigríðar voru
Magnús amtmaður og Guðríður, kona Finns biskups í Skálholti
Jonssonar, en móðir þeirra, fyrri kona Gísla, var Margrét Magnús-
c ottir lögmanns, Jónssonar sýslumanns, Magnússonar sýslumanns,
p1 asonar sýslumanns í Ögri, Magnússonar prúða. Kona Jóns í
■oarsnesi var Ragnheiður Torfadóttir, prófasts í Gaulverjabæ,