Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1950, Side 26

Andvari - 01.01.1950, Side 26
22 Jón Guðnason ANDVARI hann hafði með höndum þessi ár. Hann hafði tekið til með- ferðar stórkostlegt sagnfræðilegt og bókmenntalegt viðfangsefni, rannsóknir um eitt af merkustu tímabilum sögu vorrar, siðskipta- öldina. Um það tímabil vissi „hvert harn í landinu nóg til þess, að vakin sé forvitni í rneira", því að jafnvel frásögn stytztu ágripa af íslands sögu urn þá atburði, sem hæst bar á þeim tíma, var nógu glögg til þess að festast óafmáanlega í minni hvers lesanda, auk þess sem minningin um þá hafði raunar geymzt með þjóð- inni alla tíð, síðan er þeir gerðust. Hitt er annað mál, að dómar þeir, er gengið höfðu um menn og málefni siðskiptaaldar, voru fremur byggðir á sögnum en sanníræði. ítarleg rannsókn heim- ilda hafði til þessa eigi verið gerð, en vænta mátti, að hún kynni að leiða margt nýtt og óvænt í ljós og hrinda dómurn fyrri tíðar manna í mikilvægum atriðum, enda reyndist það svo. Árangur rannsókna sinna um þetta tímabil birti Páll Eggert í hinu mikla ritverki sínu: „Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi", fjögur bindi (Rvík 1919—1926). — Hér er eigi rúm til að lýsa þessu ritverki, enda er það kunnara en svo að þess sé þörf, og viðurkenningu hefir það hlotið sem brautryðjanda verk og höf- uðrit vort um þau efni, sem þar eru tekin til meðferðar. Fyrsta bindið, um Jón Arason, tók Háskóli íslands gilt til varnar doktors- nafnbót. Fór vörnin fram 24. okt. 1919, og var nafnbótin veitt. Var þetta hin fyrsta doktorsvörn hér á landi og í Háskóla ís- lands. Þáverandi prófessor í Islandssögu, dr. Jón J. Aðils, skrif- aði ritdóm um doktorsritgerðina í „Skírni" 1920. Taldi hann þar þá viðurkenningu, er höf. hafði hlotið, í alla staði maklega; hann hafi „krufið það allt til mergjar, sem lýtur að Jóni Ara- syni og athöfnum hans, og tekizt að leiðrétta ýmsar missagnir, greiða úr ýmsum flækjum eða vafaatriðum og bregða nýju ljósi yfir suma viðburðina". Enn fremur kvað dr. Jón Aðils svo að orði, að höf. hefði „glöggt auga fyrir gildi heimilda sinna og dóm- greind til að meta þær“. Fræðastörf eru eigi hávaðasöm né ysmikil, heldur fara fram
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.