Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1950, Page 60

Andvari - 01.01.1950, Page 60
56 Barði Guðmundsson ANDVARI ilsþætti, enda lætur C-gerðarritarinn hjá líða að geta hans. Aftur á móti nalngreinir hann húsmóður húskarlsins og kallar hana Þor- gerði. Þegar þess er gætt, að höfundi Rindilsþáttar er ókunnugt nal’n hennar og virðist heldur ekki þekkja neina sögn urn það, að Guðrún Þorkelsdóttir hafi hvílt hjá föður sínum, þegar hann var veginn, fer samband frásagnanna af vígum Þorkels og Ótryggs að skýrast. Höfundur og C-gerðarritarinn hafa báðir haft frásögn af vígi Ótryggs í huga, þegar þeir rituðu um dráp Þorkels háks. Þaðan mun runnin hugmyndin um höggspjótið, húskarlinn að heyverki utan heimilis og nöfnin Þorgerður, Guðrún og Þorsteinn rammi. Sé þessu þannig farið, sem líkurnar benda til, hefir höfundur Rindilsþáttar lítið eða jafnvel ekkert vitað um fráfall Þorkels háks. V. EINLYNDI. Vel má vera, að Guðrún Þorkelsdóttir og Þorsteinn rammi séu að nafninu til sannsögulegar persónur, en Þorgerður húsfreyja að Öxará er það ekki. Ef höf’undur Rindilsþáttar hefði vitað eitt- hvað um konu Þorkels háks, myndi hann hafa nafngreint hana. Auk þess er allt, sem um hana er sagt, augljós skáldskapur. I Ienni er fengið það hlutverk að vara mann sinn við Rindli. Llm leið og húsfreyja lítur hann, verður henni Ijóst, að feigðin kallar á Þorkel. Þegar svo Þorkell daufheyrðist við varnaðarorðum hennar, lætur A-gerðarhöfundur hana segja: „Síðar veiztu það gjörr.“ Og C-gerðarritarinn lætur Þorgerði vera ennþá skorinorðari: „Gjörla skil ég nú, að þú ert feigur.“ Húsfreyja veitist að Rindli, en hann svarar illu til. „En Þorkell lætur eigi sem hann heyri við- ræðu þeirra“ og tekur flugumanninn undir verndarvæng sinn. „Sit hér hjá mér, Þórhallur. Sé ég, að konur hafa þungan hug til þín,“ segir hann. Þorgerður gefst samt ekki upp. Þegar Þorkell fer að sofa, vakir hún og gefur gætur að Rindli. Hún verður þess vör, að flugumaðurinn hefir skotið lokum frá dyrum og segir: „Var svo þó“ — og lét fyrir lokurnar. Og vaknaði Þorkell við og mælti: „Hvað er nú húsfreyja?" „Slíkt sem mig grunaði,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.