Andvari - 01.01.1950, Side 62
58
Barði Guðmundsson
ANDVARI
ekki viðbjargandi. Til þess eins að sýna þetta svart á hvítu er Öxar-‘
árhúsfreyjan kölluð fram á sjónarsviðið. Þess er samt ekki að vænta,
að hún sé látin hefjast handa að nýju, er Rindill í síðara sinnið
skaut irá lokum. Það hefði verið að bera í bakkalullan lækinn.
Þorkell hákur á að fljóta sofandi að feigðarósi. Svo var um Þor-
gils skarða. Einlyndi varð báðum að fótakefli.
Hinn ósennilegasti skáldskapur hefir oft í sér fólginn nokk-
ur sannindi og er jafnvel stundum raunhæfur út í yztu æsar.
Táknrænt dærni urn það er einmitt frásögnin af andvaraleysi
og tregðu Þorkels háks. Kemur þetta skýrt í ljós þegar athygli
er beint að skapgerð Þorgils skarða. Haustið 1257 höfðu þeir
Þorvarður Þórarinsson uppi lundahöld í Vaðlaþingi um deilu-
mál sín „og á öllum fundum var Þorgils fjölmennari og hafði
meira styrk en Þorvarður. Það var enn á einum fundi, að menn
lundu það rnest á Þorvarði, að honum misþóknaðist mjög; þótti
honurn þrotin von, að hann myndi nokkuð fá af héraði." Eftir
þennan fund „var Þorgils-mönnum hinn mesti grunur á, að
Þorvarður myndi ætla að stefna að Þorgilsi, ef honum þætti færi
á vera. Þorgils bað þá þegja, — „og vil ég slíkt eigi heyra." Reið
Þorgils þá heim til Skagafjarðar, er hann hafði lokið erindum
sínum.“ Þorgils bjó þá að Miklabæ í Blönduhlíð. „Þar á Miklabæ
urðu margir fyrirburðir og víðar annars staðar þar um hérað.
Lét Þorgils því öllu á dreif drepa .... Eftir jólin bjóst Þorgils
að ríða norður yfir, fyrst til Svarfaðardals og þaðan norður til
Eyjafjarðar. Þessarar ferðar löttu hann margir hans vinir, því
að mörgum var uggur á, hve Þorvarður myndi trúr. En Þorgils
vildi það eigi heyra. „Ætla ég eigi það Þorvarði" segir hann, „að
ég mun eigi ætla sjálfum mér.“ Það vissi Þorgils, að fundur var
stefndur með þeinr Þorvarði og Idrafni vestur í Vatnsdal. Mæhi
Þorgils það við ráðamenn heima þar, að þeir skyldi taka sem
bezt við Þorvarði, ef hann kæmi þar, og láta honum til reiðu hesta-
skipti og allan þann greiða, er hann þyrfti að hafa.“ Svo ber
l’undum þeirra Þorgils og Þorvarðs saman í Eyjafirði hinn 21-