Andvari - 01.01.1950, Side 63
andvari
Stefnt að höfundi Njálu
59
janúar og skiljast ósáttir að nýju. Bergur Ámundason ráðleggur
Þorgilsi að breyta áformi sínu um gistingarstað og ríða til Munka-
Þverár, „því að mér leizt illa á Þorvarð og trúi ég honum illa“ segir
hann. Þorgils brosti að og mælti: „Ekki mun það vera, og mun
ég ríða til mágs rníns, sem ég hefi áður ætlað.“ Bergur kvað hann
ráða mundu, „en fúsari væri ég að ríða til Munka-Þverár.“ Um
kvöldið að Hrafnagili „töluðu þeir Bergur og Guðmundur bóndi,
að halda skyldi hestvörð, en Þorgils kvað þess eigi þurfa mundu
°g kvaðst engan grun mundu hafa á Þorvarði, frænda sínum.
Fórst það og fyrir og varð ekki af.“
Sextán árum áður en þetta skeði, dvaldist Þorgils skarði um
hríð hjá Gissuri Þorvaldssyni í Bræðratungu. Hann var þá fimmtán
vetra. Farast söguritaranum orð um dvöl hans þar á þessa leið:
»Gissur var vel til Þorgils og þótti Þorgils meira háttar, — skip-
aði honum hið næsta sér. Þorgils var heldur illur viðurskiptis
°g vandlyndur." Síðar er hann kallaður „heldur skaphráður."
Orðinu heldur er á báðunr stöðurn ofaukið, ef satt skal segja.
Áthafnir Þorgils lala Ijósu rnáli um skaphöfn hans. Að eðlis-
fari hefir hann verið með fádæmum þrjózkur og ofsafenginn. Er
svo að sjá sem Þorgils missi málið í reiðiköstunum. Og ein-
^yndi hans er með þeim hætti, að jafnvel grunur vaknar um
geðveilu. Höfð eru eftir Sturlu Þórðarsyni eftirfarandi orð úm
einn af samfundum þeirra Þorgils: „Við fundumst á hausti að
Helgafclli og komurn við þá engu ásamt rneðal okkar. Mátti ég
eFki það mæla, er eigi tæki hann með forsi og fjandskap. Mun
Þann vera þrályndur í skapi sem faðir lians, en hafa brjóst verra.“
Sönru skoðun á lunderni Þorgils hefir og annar föðurbróðir hans,
Olafur hvítaskáld. Aðfaranótt hins 19. desember 1252 gisti Þor-
gils hjá honum í Stafholti. Um nóttina hertóku þeir Hrafn Odds-
son og Sturla Þórðarson bæinn. Hugðust þeir neyða Þorgils til
þátttöku í atför að Gissuri Þorvaldssyni. Öllum var Ijóst, að Þor-
gils sveif í dauðans hættu, ef hann færi eigi að vilja þeirra. En
Þann lét engan hilbug á sér finna og bjóst þó sjálfur við dauða