Andvari - 01.01.1950, Síða 96
92
Barði Guðmundsson
ANDVARI
son . . . . Og gekk Ingveldur þar á skip og fór á brott með Þor-
varði, og komu við Noreg . . . . En er þetta fréttist, þá bófst af
nýju sá orðrómur," að Þorvarður og Ingveldur ættu barnið „og
það með, að skírsla hefði villt verið og að Sturla og Ingibjörg
hefðu þessi ráð vitað með Þorvarði.“ Hófust nú miklar deilur
milli Einars Þorgilssonar og Sturlu um mál þetta. ,,Og sá orð-
rómur lagðist á, að liann myndi vitað hafa. Var þá lokið sætt-
inni. En með því að sætt sú var ógoldin, er biskup hafði gert á
hendur Einari, þá stefndi Sturla eindaga um alþingissættar-
bald . . . . og háði féránsdóma á Staðarhóli."
„Mér er nú að sækja eindagann", á Eyjólfur halti að hafa
sagt, áður en hann lagði af stað í Draflastaðaförina. Og þegar til
Fnjóskadals kom „var mönnum hleypti til féránsdóma á hvern
bæ.“ Er Friðgerður var send að heiman vegna ástabralls bennar
og kom til Þorvarðs á Fornastöðum, „fór bún og maðör með
henni." Ingveldur hafði og einn förunaut, er hún hélt til Eyja-
fjarðar á fund Þorvarðs clskhuga síns. Friðgerður „samdi sig
mjög í liáttum með ungum mönnum." Ingveldur „skar sér skör
og karlklæði". Þá er bún réðst í utanlandsförina, tók Sturla „sókn
og vörn allra hennar mála, sem bann væri aðili.“ Hið sama gerir
Þorkell á Veisu fyrir þá fóstbræður, Brand og Höskuld, vini
Friðgerðar, er þeir fara utan eftir að bún var þunguð. Tók hann
sér á „hendur sókn og vörn mála þeirra," sem þá snertu. 1 báðum
ritum: Hvamm-Sturlu sögu og Ljósvetninga sögu, höfðu þessi
mál í eftirdragi véfenging jámburðarskírslu og atfarir til „fó-
ránsdóma." Má nú öldungis auðsætt vera, úr hvaða efni sögu-
persónan Friðgerður er til orðin. Það hefir að miklu leyti verið
sótt í sögurnar um Hvamm-Sturlu og Guðmund dýra. Einkenni-
legt cr það þó, að höfundur Ljósvetninga sögu skuli ekki not-
færa í frásögn hið einstæða afbrot Þorvarðs Þorgeirssonar, er
bann gerði „mannvillu", svo nærri sem það lá. En vel má vera,
að höfundi hafi verið annt um minningu Þorvarðs. Hann einn
allra manna nýtur þeirrar sérstöðu í Ljósvetninga sögu, að til